Andvari - 01.06.1959, Side 57
andvari
KÍSILGÚRVINNSLA
55
gúr notaður sem fylliefni, og í lakk- og
málningariðnaði er hann notaður til þess
að halda litarefnum uppi. Kísilgúr er
ennfremur notaður til að halda uppi
hvötum við ýmsan efnaiðnað, svo sem
hrennisteinssýruvinnslu og smjörlíkisgerð.
Hann er notaður sem burðarefni fyrir
skordýraeitur sem notuð eru sem duft
og einnig mjög mikið nú seinni ár til
húðunar á vatnssæknum áburðartegund-
um, svo sem ammoníumnitrati. Áburðar-
verksmiðjan í Gufunesi notar t. d. um
700 tonn á ári til húðunar á Kjarna-
áhurðinum.
Um það hil helmingur hins eðla kísil-
gúrs mun þó vera notaður við síun á
torhreinsuðum efnablöndum. Kísilgúr er
þá oft hlandaS beint í vökva þann sem
sía skal, hann sezt síðan á síudúkinn
með öðrum óhreinindum og hindrar að
síudúkurinn stíflist. Slík notkun kísil-
gúrs mun hafa byrjað í sykuriSnaðin-
um, en hófst síSan í hjór- og víniSnað-
•num og hefir síðan breiðzt út og er
algeng í flestum greinum efnaiðnaðar.
T. d. má nefna síun á ýmsum sýrum,
úhreinu vatni, olíuefnum, fernis og lökk-
um, vaxtegundum, gúmmíupplausnum,
málmhreinsunar- og húðunarupplausn-
um, jurtaolíum, feiti, límtegundum,
hatkeríucyðandi efnum og mörgum öðr-
um efnum. Hér á landi hefir síunar-
kísilgúr helzt verið notaður viS lýsis-
hreinsun.
Núverandi notkun kísilgúrs hér á
landi cr langt innan við þau mörk að
magni til, sem sjálfstæS kísilgúrvinnsla
krefst. Notkun hans á þó án efa eftir
að aukast hér með vaxandi iðnaSi, en
það virðist ósennilegt að sjálfstæða kísil-
gurvinnslu megi hyggja á innanlands-
þörfum einum. Hefjist hér veruleg
vinnsla kísilgúrs á næstu árum mun hún
því einkanlega miðast við útflutning.
Vinnsluaðferðir.
Kísilgúr er unninn úr kísilmoldinni í
verksmiðjum sem framleiða yfirleitt
minnsta kosti nokkur þúsund tonn á ári.
1 Þýzkalandi er hagkvæm einingarstærð
t. d. 10.000 tonn, en staðhættir ráða að
sjálfsögðu miklu um það. Vinnsla kísil-
gúrs er að mestu leyti fólgin í að hreinsa
sem rnest öll óhreinindi af kísilskeljun-
um. Þar eð þær nema sjálfar aðeins
litlum hluta af þyngd hráefnisins er
hagkvæmni þeirra aðferða, sem unnt er
að beita hverju sinni, mikilsverð.
Aukaefni þau, sem þarf aS skilja frá
eru 1) vatn, því kísilgúr inniheldur allt
frá þyngd sinni af vatni og upp í tífaldan
þunga sinn í sumum kísilmoldartegund-
um. Því næst 2) sandur og önnur gróf-
kornuð óhremindi, 3) lífræn efni og
kristalsvatn og 4) bundin efni, svo sem
járnoxíð, ef svo ber undir.
KísiljörSin er þó svo misjöfn í námum
þeim sem hagnýttar hafa verið, að í
rauninni eru ekki neinar staðlaðar eSa
algildar aðferðir til vinnslu hans. Kísil-
jörðin í hverri einstakri námu hefir sín
séreinkenni og verSur að haga vinnsl-
unni eftir því.
Hreinn kísilgúr er lítiS eitt rauðleitur
eða hvítur að lit. Hann er mjög smá-
kornótt og létt efni.
Fyrsta stig kísilgúrvinnslu er að sjálf-
sögðu kísilmoldarnámið. Flestar námur
sem unnar eru munu vera opnar, og
þarf þó oftast að rySja burtu meira og
minna af öðrum jarðefnum sem liggja
yfir kísilmoldinni. Oft sígur mikið vatn
inn í slíkar námur og þarf að dæla því
hurtu jafnóðum, svo vinna megi með
vélknúnum tækjum niðri í námunni.
Þegar kísilmoldarlögin eru undir vatni,
er hráefninu aftur á móti dælt upp eða
það er fært upp með færibandaskóflum.
Þessar síðarnefndu aSstæður eru t. d.
fyrir hendi í Mývatni og hafa þegar