Andvari - 01.06.1959, Síða 61
andvahi
ÞEGAR GESTIRNIR VORU FARNIR
59
hann hverfi í einu vetfangi frá almennum hugleiðingum að hlutlægu dæmi.
Þessi hugmynd sýnist svo þarflaus að hún gæti virzt brotalöm á heildarhugsun
kvæðisins, ef menn færu einu sinni að brjóta það til mergjar — og ef ekki
væri bót í máli.
Fæstir lesendur kvæðisins munu nokkru sinni hafa velt því fyrir sér,
hvort það sé sprottið af einhverju ytra tilefni — og enn síður, hvert það tilefni
kynni þá að hafa verið. Menn hafa lesið kvæðið sem óháð sköpunarverk og
látið sér það vel líka. Og vissulega gæti höfundurinn hafa sótt það allt í
sjálfs sín hugarheim; það greindi einungis almennar hugmyndir hans. Það er
fjarskalega auðvelt að láta sér sjást yfir hugsanahvörfin í kvæðinu — ekki
sízt þegar þess er gætt, að eftir þau hefst frægasti boðskapur þess. Allir, sem
kunna nokkur skil á kvæðum Þorsteins og skaplyndi, vita að fyrsta erindið
flytur eina eftirlætishugmynd hans; hann þurfti sannarlega ekki sérstakt tilefni
til að halda henni á lofti. í fræðum þeirrar pólitísku stefnu, sem Þorsteinn
aðhylltist, er lögð mikil áherzla á hlut múgamannsins að sköpun sögunnar —
og þá væri kveikja annars erindisins komin í leitirnar. Ummælin um æskuna
og ellina gætu einnig verið reist á rótgrónu viðhorfi skáldsins, viðhorfi sem
hann þurfti ekki sérstaka brýningu til að láta í ljós. Kvæðið er stórt og veg-
legh þar sem það stendur eitt síns liðs á víðum velli skáldskaparins; það
þarfnast ekki útlistunar, það kallar ekki á stuðning í ævisögu höfundar síns.
Samt sem áður er skylt að hafa það heldur, sem sannara reynist: kvæðið er
einmitt ort af sérstöku tilefni. Sá, sem þekkir þá sögu, les það með nokkuð
öðrum skilningi en hinn; og skal hún nú rakin í stuttu máli.
í ljóðasyrpum Þorsteins stendur svofelld athugasemd við þetta kvæði:
>,Kveðið þ egar landar mínir hér í Höfn færðu mér peningagjöf, 15. febrúar
1893“. Það var prentað fyrst í marz-hefti tímaritsins Sunnanfara sama ár;
neðan undir því stendur skrifað: „15/2 93“. Á hvorugum staðnum eru tiklrög
gjafarinnar greind; en í smáfréttabálki síðar í sama hefti ritsins er skýrt frá
þeim. En það er rétt að skyggnast enn fáeina mánuði aftar í tímann, áður
leyndarmálinu sé ljóstrað upp.
í september-blöðum Sunnanfara 1892 hafði Þorsteinn birt kvæðin Örlög
guðanna og Örbirgð og auð. Þessi kvæði opinberuðu hugmyndir, er orkuðu
sem reiðarslag á allar frómar sálir. í fyrra kvæðinu boðaði höfundurinn enda-
!ok guða og trúarbragða; í hinu síðara lýsti hann því, hvernig guð kirkjunnar
steypti fátækuin í glötun, en héldi verndarhendi yfir ríkismönnum. Vestur-
heimska blaðið Heimskringla prentaði bæði kvæðin, eftir Sunnanfara, 21.
septeniber 1892. Tímarit lúterska kirkjufélagsins vestra, Sameiningin, brá þá