Andvari - 01.06.1959, Síða 68
66
DAVÍÐ ÓLAFSSON
ANDVARI
vísa til alþjóðlegrar nefndar, sem átti að ljalla um möskvastærð í botnvörpu
og dragnót og lágmarksstærð á l’iski, en sú nefnd tók ekki til starfa fyrr en 5
árum eftir að Bretar neituðu að taka þátt í aðgerðunum til friðunar Faxaflóa
og samkvæmt stofnsamningi nefndarinnar sjálfrar gat nefndin ekki fjallað um
fiskveiðitakmörk eða landhelgi aðildarríkjanna.
Fróðlegt er og gagnlegt að kynna sér gang þessa máls í Ijósi þess, sem
gerzt hefir síðar í landhelgis- og fiskifriðunarmálum almennt.
Flinn eiginlcgi undirbúningur að framkvæmdum í landhelgismálinu hófst
þó fyrst við lok heimsstyrjaldarinnar síðari, eftir stofnun lýðveldisins. Idófst
sá undirbúningur með því, að ríkisstjórn Ólafs Thors, sem sat á tímabilinu
1944—1947 réði þjóðréttarfræðing, Hans G. Andersen, til starfa í utanríkis-
ráðuneytinu og var það hlutverk hans fyrst og fremst að vinna að undirbúningi
væntanlegra framkvæmda í málinu. Alla tíð síðan lrefir hann verið aðalráðu-
nautur ríkisstjórnarinnar í þessu máli.
Fyrsti áfanginn var svo setning laganna um vísindalega verndun fiski-
miða landgrunnsins, árið 1948. Samkvæmt þeim lögum hefir Island rétt til
að setja reglur unr iriðun innan endimarka landgrunnsins.
Samkvænrt þeim lögum var sett fyrsta reglugerðin 22. apríl 1950, sem
kvað svo á, að teknar skyldu upp heinar grunnlínur í stað þess, að áður hafði
gilt sú regla, að grunnlínur skyldu fylgja lögun strandlengjunnar. Þá skyldi
fiskveiðilandhelgin vera 4 mílur frá grunnlínu í stað þriggja. Þessar reglur tóku
þó fyrst um sinn aðeins gildi fyrir Norðurland, á svæðinu frá Homi að Langa-
nesi og gátu ekki náð til brezkra skipa, þar sem þá var enn í gildi samningur
Breta og Dana frá 1901 urn þriggja mílna landhelgi við ísland.
Um þetta leyti hafði deilu Norðmanna og Breta um drátt grunnlína við
Noreg verið skotið til Alþjóðadómstólsins í Idaag en Bretar höfðu þá jafn-
framt tekið fram, að þeir óskuðu ekki úrskurðar dómsins um víðáttu norsku
landhelginnar, en Norðmenn höfðu fyrir alllöngu tekið upp fjögra mílna
landhelgi.
íslendingar biðu nú nokkuð með frekari aðgerðir m. a. með tilliti til
væntanlegs úrskurðar dómstólsins og í des. 1951 kom svo úrskurðurinn. Niður-
staðan varð sú, að réttur Norðmanna var viðurkenndur af langsamlegum meiri-
hluta dómaranna. Enda þótt niðurstaða málsins ætti að sjálfsögðu fyrst og
fremst við um Noreg fór ekki hjá því, að hún hlyti að fá almenna þýðingu
langt út fyrir það.
I okt. 1949 hafði ísland sagt upp landhelgissamningnum við Breta, en
samkvæmt ákvæðum þess samnings var uppsagnarfrestur hans tvö ár. Þegar
samningurinn var úr gildi felldur og dómsúrskurðurinn í Haag lá fyrir, töldu