Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 73
andvari
LANDHELGISMÁLIÐ
71
liggur til grundvallar þeim aðgerðum, sem íslendingar liafa gert undanfarin
rúm 10 ár.
Ekki gerist þess þörf hér, svo oft sem það hefir verið gert utanlands
og innan, að lýsa því ýtarlega hvernig lífshagsmunir íslendinga em nátengdir
fiskveiðunum. Eðli málsins samkvæmt á þetta við fyrst og fremst um fisk-
veiðarnar á miðunum umhverfis Island.
Island er þannig í sveit sett, að það liggur fjarri öðrum löndum og land-
grunn þess er skýrt afmarkað frá landgrunnum nágrannalandanna. Raunvem-
lega liggur landið á norðurmörkum hins byggilega heims, en með Golf-
straumnum hefir náttúran komið því þannig fyrir, eins og til að bæta upp
fátækt landsins sjálfs að náttúrugæðum, að í sjónum umhverfis landið eru
hin ákjósanlegustu skilyrði fyrir auðugt hf, sem er undirstaða hinna miklu
fiskiauðæfa á þessum slóðum.
En þessi auðlind er ekki ótæmandi. Reynsla okkar á því tímabili, sem
Rófst með sókn erlendra hotnvöipuskipa á íslandsmið fyrir meir en 60 árum,
hefir kennt okkur, að gengdarlaus ásókn á fiskistofnana getur aðeins leitt lil
eyðingar þeirra, en þar með væri kippt grundvellinum undan fiskveiðum
við ísland.
Þess gerist heldur ekki þörf að rekja hér þá þróun, sem átt hefir sér
stað í þessum efnum, en árangur hennar hefir verið ljós hverjum þeim, sem
vildi sjá og skilja. Gegndarlaus rányrkja erlendra togara áratugum sarnan,
svo að segja upp í landsteina leiddi til þess, að þýðingarmiklir fiskistofnar voru
ofurseldir tortímingunni, ef ekki hefði verið gripið í taumana áður en það
var um seinan, en afli fór þá sífellt minnkandi á fiskimiðunum umhverfis
landið.
Islendingar hafa í rauninni hin ákjósanlegustu skilyrði til að byggja
afkoniu sína á fiskveiðum. Með réttu má segja, að frá náttúrunnar hendi liafi
engin þjóð við norðanvert Atkantshaf önnur eins. Það er ekki aðeins, að
I iskimiðin umhverfis landið séu af náttúrunni vel úr garði gerð, heldur er og
emnig lega landsins þannig, að ef öll fiskimiðin í Norður-Atlantshafi, frá
Nýfundnalandi í vestri til Barentshafs í austri, eru tekin sem heild, þá er
styttra að sækja á þau öll frá íslandi, en frá nokkru öðru landi á þessu svæði.
Við lifum í heimi, þar scm verkaskipting milli þjóðanna fer sífellt vaxandi.
I aukna verkaskipting er einmitt megin undirstaðan undir þeirri miklu vel-
niegun, sem fjölmargar þjóðir, þar á meðal íslendingar, lifa nú við.
Það grundvallaratriði, sem þessi verkaskipting þjóðanna byggist á, er, að
hver þjóð stundi þá framleiðslu, sem náttúran veitir henni bezt skilyrði til.
Þegar á þetta er litið er von að spurt sé: Áttu íslendingar að horfa á