Andvari - 01.06.1959, Side 77
andvari
LANDHELGISMÁLIÐ
75
liún næði ekki liinu lilskilda atkvæðamagni, sem fundarsköp ráðstefnunnar
niæltu fyrir um að þyrfti til þess að tillaga teldist samþykkt.
I þriðja lagi fékkst svo loks einfaldur meirihluti til fylgis við það sjónar-
niið, sem sett var fram í tillögu íslands um viðurkenningu á sérstöðu þeirra
i'íkja, sem byggja afkomu sína að yfirgnæfandi leyti á fiskveiðum.
Þegar á allt þetta er litið verður ekki fram hjá því komizt að viðurkenna
að réttur íslendinga í þessu máli er byggður á traustum grunni.
Þeim mun furðulegra er að skoða hernaðaraðgerðir Breta gegn íslend-
ingum í ljósi þessara staðreynda.
Allar aðrar þjóðir, sem senda skip sín til veiða á íslandsmið, hafa valið
þann kost, enda þótt sumar þeirra hafi að vísu sent formleg mótmæli, að
vara skip sín við að fara til veiða innan hinnar nýju 12 mílna fiskveiði-
landhelgi. Því skal ekki lialdið fram, að þetta jafngildi því, að svo stöddu, að
nm viðurkenningu á okkar aðgerðum sé að ræða af hálfu þessara þjóða. Það
sýnir aðeins, að þær taka fullt tillit til staðreynda lífsins, jafnvel þó stað-
reyndirnar séu þeim óþægilegar í bili.
Framferði Breta sýnir liinsvegar hið gagnstæða. Árum og áratugum saman
hafa þeir horft upp á, að þjóðir hafi ákveðið einhliða víðáttu landhelgi sinnar,
ekki aðeins fiskveiðilandhelginnar, allt að tólf mílum. Þessu hefir að vísu
verið mótmælt af hálfu Breta, en að nokhru sinni hafi til þess komið, að
þeim mótmælum væri fylgt eftir með hernaðaraðgerðum er fráleitt, enda hefði
slíkt vafalítið leitt til styrjaldar.
Hér var hinsvegar talið óhætt að beita vopnavaldi án þess að hætta væri
á slíkum eftirköstum, því að mótaðilinn, íslendingar, hefir lýst því yfir, að
hann mundi ekki mæta vopnuðu ofbeldi með vopnum, enda vopnlaus þjóð.
Þetta mun þó endast Bretum til ævarandi vanvirðu.
Með þessu framferði sinu hafa þeir brotið allar reglur velsæmis i sam-
skiptum lýðræðisþjóða og fyrir það ber okkur að sækja þá til saka á hverjum
þeim vettvangi, þar sem talizt getur vænlegt, að sá árangur verði af, að þeir
kíti af ofbeldi sínu.
í þessari baráttu við óvæginn andstæðing er okkur það mikils virði að
Vera þess fullvissir, að við höfum réttinn okkar megin, enda er þaS einasta
vó'rn smáþjóSar aS víkja aídrei af vegi réttarins.