Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 82

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 82
80 IIANNES PETURSSON ANDVARI norðurlandaskáld frá seinni áratugum. Af þeim eiga þeir J3an Anderson og Bertel Gripenberg flest kvæði, sex hvor. 1 bókinni er margt af athyglisverðum kvæðum, en ekkert þeirra getur talizt framúrskarandi í þýðingu Guðmundar, nokkuð skortir á, að orðalag og hrynjandi sé eins vandað og á frumkveðnum ljóð- um skáldsins. Einstaka hending er all- langt frá réttu lagi, t. d. þessi efst á bls. 22: Marja, ó, nú að mér sækja En víða skortir aðeins lierzlumun, svo kvæðin njóti sín í hinum íslenzka bún- ingi. Guðmundur Ingi Krisíjánsson: Sóldögg (Norðri). Eftir þrettán ára hlé sendi Guðmundur Ingi frá sér nýja ljóðabók. Hann varð þegar landskunnur af fyrstu bók sinni, Sólstöfum, 1938, bæði vegna nýstárlegra yrkisefna og ferskleika í skynjun. Á þeim tuttugu árum, sem síðan eru liðin, hefur skáldskapur Guðmundar tekið furðulitlum breytingum, skiptast yrkis- efni hans enn í meginatriðum þannig: búskapur og sveitalíf, gróður jarðar, sveit- ungar og ættjörð. Á yrkisefnum er tekið mjög svipað og í fyrstu. Kvæði Guðmundar eru misjöfn að gæðum eins og gengur, orðfæri ekki ætíð nógu hnitmiðað, en þegar honum tekst bezt upp, er liann í senn persónulegt og skemmtilegt skáld. Hann segir frá ýmsu því, sem önnur skáld fara ekki orðum um, og eykur því nokkru við vettvang íslenzkrar ljóðagerðar. Ilann er bóndi i húð og hár, bóndi, sem lyftir sinni dag- legu önn upp í veldi hins Ijóðræna. Það er eins og veruleikinn hreinsist og taki að ilma í beztu kvæðum hans. Annars er óþarfi að eyða mörgum orðum í að lýsa skáldskap Guðmundar, hann gerir það bezt sjálfur í tveimur síðustu ljóð- línum kvæðisins Greinargerð, sem birtist sem inngangskvæði framan við næstsíð- ustu bók hans, Sólbráð, 1945: Og hugur minn og starf mitt og ást mín og óður er ilmur a£ lifandi jörð. Um síðustu bókina í heild er annars þetta að segja í fáum orðum: Hún ber líkan svip og fyrri bækurnar, formið er þó nokkru vandaðra, svo blær hennar verður fínlegri. Sum kvæðin hefðu mátt missa sig og grunntónninn í skáldskap Guðmundar notið sín betur við það. All- víða hefðu kvæði grætt á því að styttast, og er skýrt dæmi þess ljóðið Á föstu- daginn langa, þar sem 5. erindið skemmir mjög heildarsvipinn, cnda algjörlega óþarft. En mörg kvæðanna hafa ekki slíka annmarka, heldur eru að orðfæri og byggingu í röð beztu kvæða Guð- mundar, ef til vill er síðasta kvæði bókar- innar nærtækasta dæmi þeirra. Að vísu verður ekki sagt, að bókin kæmi á óvart sem þrettán ára afrakstur þjóðkunns skálds, en ég held, að flcstum komi saman urn að Guðmundur hafi vaxið af henni. Sem sýnishorn úr bókinni tek ég síðasta erindi hennar, niðurlag kvæðis- ins: Velkomin, rigning. Velkomin, það er engin eins og þú. Aldrei var jörðin grænni en hún er nú. Gældu við blómin glatt og milt og rótt. Góð ertu, rigning. Vertu hér í nótt. Heiðrekur Guðmundsson: Vordraumar og vetrarhvíði. Nafnið á þessari bók gefur næsta lítið til kynna um anda hennar, þar bólar hvorki á vordraumum né vetrarkvíða, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.