Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Síða 89

Andvari - 01.06.1959, Síða 89
andvabi UM LJÓÐABÆKUR ÁRSINS 1958 87 kirkjusmiðinn á Reyni, en í þessu sam- kandi ber þó einkum að nefna kvæðið Þið komuð aftur, sem ort er um harm- leikinn í Ungverjalandi. Það er mesta og líklega bezta kvæði Matthíasar, listrænt og borið uppi af heilli tilfinningu. Þetta lætur hann Ungverja segja við hermenn Rússa: Og þið hélduð áfram inn í rauða framtíð, inn í hjarta okkar og sál, með blýið í köldum augum og við reyndum að fela okkur í rústunum sem rauk úr eins og af heitu brauði sem þið höfðuð lofað okkur, þegar þið komuð sveittir og rjóðir af sól steppunnar, sigurglaðir með kringlótt andlit . . . Sigurður A. Magnússon: Krotað í sand (Helgafell). Hinn snjalli gagnrýnandi Sigurður A. Magnússon hefur ekki ennþá náð sér fyllilega á strik sem ljóðskáld, enda þótt hann hafi vafalaust margt til brunns að bera í því efni. I ljóðum hinnar fyrstu kókar hans, Krotað í sand, er eins og hæfileikarnir séu drepnir í dróma, ef til vill vegna þess, að Sigurður hefur ekki °rt nægilega mikið handa bréfakörfunni, eins og allir hljóta að gera lengi áður en þeir ná árangri á sviði ljóðagerðar. Fvrsti kafli hókarinnar hefði með öllu mátt missa' sig, enda er Sigurður auðsjáanlega löngu vaxinn frá þessum ljóðum, þegar hann gefur þau út, ef marka má af ljóð- Um kaflans á eftir, að síðasta ljóðinu þar frátöldu, sem er í flokki hinna eldri kvaeða hans, ef mér skjátlast ekki. Þótt kvæði Sigurðar séu jafn misjöfn °8 raun her vitni, finnast mér hin hetri þeirra ekki heldur standast með öllu nákvæman lestur, ekki vegna þess, að þau séu ómerk í verunni, heldur hins, :’h hann hefur ekki heitt skurðarhnífn- um nógu vægðarlaust, sniðið af anga- langa, sem ekki skipta máli, og þannig þrengt betur að kjarna þeirra. Við þetta hefði skáldskapur kvæðanna notið sín betur. Þó skortir sum kvæðanna aðeins herzlumun í þessu tilliti, t. d. Slóðina, Louis Armstrong og ? (heitir svo). Hefði Sigurður gætt þess að safna að sér fleiri kvæðum á borð við hin beztu, sem í bókinni eru, áður en hann gaf hana út, en sleppt hinum eldri, hefði hún orðið ólíkt skemmtilegri. En vel má vera, að hann hafi þurft að senda þessi kvæði frá sér til að geta byrjað á öðrurn nýjum. Sé svo, skal ekki um sakast. Þýðingar Sigurðar aftast í bókinni prýða hana, eins og ég hef áður látið í ljós í ritdómi. Þorsteinn Jónsson frá Hamri: í svörtum kufli (Helgafell). Þorsteinn Jónsson er ungur Borgfirð- ingur, var nítján ára, þegar bók hans birtist, og er því á svipuðum aldri og þeir Dagur Sigurðarson og Jóhann Hjálmarsson. Bók sinni skiptir Þorsteinn í sjö kafla, og er inngangur hvers þeirra laust mál. Um skáldskap hans er þetta að segja: Þorsteinn er auðsjáanlega gæddur hæí'i- leikum, um það vitna nokkur kvæðanna, en er mjög áberandi í deiglunni. Það er eins og hann sé ekki kominn niður á fast, og sætir bað ekki furðu urn svo ungan mann. Kemur þetta einkum fram í óliósum tengslum milli skírskotana. eins og hlaupið sé úr einu í annað. Sem dæmi tck ég kvæðið Hvíld: Ég sem í garði gleðinnar sat og glæddi minn frama í lyngmónum úti hvar bros þitt skein, læt skugga minn liverfa í skóg hinn sama.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.