Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1959, Side 94

Andvari - 01.06.1959, Side 94
92 JÓN IIELGASON ANDVABI Vopnafirði og foreldrum konu lians frá veru þeirra í Kirkjubæ og mikilli vináttu við þau. Hún var trölltrygg eins og mörg- um þessum stórgerðu og viljaföstu kon- um nítjándu aldar var lagið, og vafa- laust hefur hún bundið tryggð við nöfnu sína löngu áður en hún komst á legg. Að ári liðnu fluttist Björg Guttorms- dóttir til Húsavíkur til faktorshjónanna mcð Stefaníu fósturdóttur sína, cr þá hafði fyrir skömmu gengið fyrir gafl. Eftir nokkurra missera veru á Idúsavík fór Björg þó aftur til Vopnafjarðar, en Stefanía varð eftir og kallaðist þjónustu- stúlka faktorshjónanna, er þótti allframa- vænleg staða ungum stúlkum og þeim til aukins verðleika á giftingarmarkaðn- um. Ur Vopnafirðinum fór Björg síðan að Hallfreðarstöðum til Þórunnar Páls- dóttur, frænku sinnar, er þá var gift Páli Ólafssyni. Þau Lúðvík Schou og Björg, kona hans, höfðu eignazt dóttur um það leyti, er Björg Guttormsdóttir kom til þeirra. Hafði henni verið gefið nafn gömlu konunnar, og auk þess nöfn tveggja dætra Kirkjubæjarhjónanna gömlu, svo að auðvitað er, að þau hafa ekki viljað spara við hana neitt tillæti, þótt Húsa- víkurdvöl hennar yrði endaslepp að því sinni. Haustið 1860 átti Björg Benedikts- dóttir annað barn — dreng. En fór svo, að móðirin veiktist eftir barnsburðinn og andaðist að fimmtán dögum liðnum. Var drengurinn skírður yfir kistu móður sinnar á útfarardegi hennar og nefndur Emil. Systir Lúðvíks hafði verið á heimili þeirra hjóna, og tók hún nú við forsjá þcss. Nú var og séra Benedikt í Eydöl- um látinn og ungur sonur hans af síðara hjónabandi, Halldór, er síðar varð nafn- kenndur stórbóndi að Skriðuklaustri, kominn í fóstur norður. Stefanía Sig- geirsdóttir var áfram þjónustustúlka á heimilinu. Liðu svo hin næstu ár, án þess að til tíðinda hæri. V. Stefanía Siggeirsdóttir var fríð sýnum, greind vel og rösk til verka. Hún var nú komin um tvítugt, og húsbóndi hennar, ekkillinn, tók að renna hýru auga til hinnar gervilegu stofuþernu sinnar. Stefanía kunni því ekki illa, og er skemmst af því að scgja, að með þeim tókust ástir. Réðu þau það með sér sumarið 1863 að giftast, og var að því komið, að lýst yrði með þeim, svo sem þá voru landslög, ef ekki hafði verið aflað konunglegs leyfisbréfs, cr heimilaði, að lýsingum væri sleppt. Lítt munu þau hafa leitað ráða cða samþykkis vanda- manna Stefaníu, enda hafði hún ekki verið með föður sínum eða móður frá því hún var barn. Litlu áður en lýsingar skyldu befjast í Húsavíkurkirkju, bar óvæntan gest að garði. Langferðafólk reið niður í kaup- staðinn á slæptum hestum, og steig af baki við kaupmannshúsin. Var þar komin Björg Guttormsdóttir, fóstra Stefaníu, alla leið austan af Fljótsdals- héraði. Hafði hún nú gleymt þeim dög- um, er hún beið sjálf brúðguma síns ár eftir ár heima á Hofi í Vopnafirði og mátti ekki til annars hugsa en eiga þann mann, sem hún hafði fest ást á, og lagði blátt bann við því, að Stefanía ætti Lúðvík Schou. Bjó hún stúlkuna í skyndi til brottfarar, fékk henni hesta sína og skipaði henni að létta ekki ferð- inni, fyrr en á Breiðabólstað í Fljótshlíð hjá Sigríði, föðursystur sinni, Pálsdóttur, er þá var þangað komin frá Hraungerði. Þar átti hún að láta fella hestana, því að ekki skyldi hún eiga afturkvæmt á Norðurland. Þennan viðskilnað mildaði Björg þó með því að gefa og ánafna henni eitt þúsund ríkisdali, því að auð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.