Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 96

Andvari - 01.06.1959, Page 96
94 JÓN I-IELGASON ANDVARI Stefanía skrifaði norður, sendi hún til Páls, og hún fól honum að ná úr pósti í Reykjavík þeim bréfum, er hún fengi að norðan. Var í fólki rík hræðsla við það, að bréf „kæmust í ómildra hendur“, ckki sízt þegar svo stóð á sem hér, og ef til vill hefur þess konar varúð ekki ætíð verið með öllu ástæðulaus á þess- um árum, því að það var ekki aðeins í skáldsögum, að bréf elskenda lentu í annarra höndum en vera átti og sættu óvandaðri meðferð: ,,Ég leyfi mér nú að senda bréf, sem ég ætla að biðja yður að gera svo vel að láta fylgja hinum eins og við töluðum um“. Já — þrátt fyrir trúnaðinn og vin- áttuna þéraði Stefanía föðurbróður sinn. Niðjar gömlu sýslumannanna á Fljóts- dalshéraði köstuðu ekki siðum sínum á glæ. Leiðindin kvöldu Stefaníu sífellt á Breiðabólstað, þrátt fyrir þá umönnun, sem hún naut þar. Páll kenndi henni ráð við þeim: Að þeyta rokkinn þeim mun ákafar sem óeirð sótti fastar að henni. Það var gott ráð, en dugði þó ekki til hlítar: „Ekki hefur mér gengið sem bezt að útrýma öllum leiðindum. Þó hef ég haft ráð yðar og keppzt við að spinna, og ætla ég það ráð muni hafa verið eitt með þeim betri meðölum við þeim sjúkdómi, þó bezt hafi mér lukkazt í því tilliti, hvað systir mín og dóttir hennar eru skemmtilegar". Og það er ekki að efa, að Stefanía hefur löngum setið við rokkinn, þegar hún þráði ákafast að vera komin heim i kaupmannshúsin á Húsavík. Sigríður, „systir“ liennar, ber vitni um það: „Að Stefaníu frænku minni geðjast mér vel í alla staði. Hún spinnur þráð af kappi og ber vel leiðindin eftir kaupstaðar- lífið." VI. Það var tekið að líða á vetur, og framundan var nýtt vor og sumar. Stefaníu var ekki annað í hug en að halda norður á bóginn, þegar vegir væru orðnir greiðfærir og hestar hennar vel ferðafærir. Þeir höfðu sem sagt ekki verið felldir, heldur var þeim hyglað urn veturinn, svo að hinni ungu stúlku yrði ekkert að vanbúnaði. Frá Björgu fóstru sinni hafði hún ekkert bréf fengið. Síðla vetrar 1864 kom bréfburðar- rnaður færandi hendi að Breiðabólstað. Meðal þess, sem hann hafði í fórum sín- um, var Húsavíkurbréf til jómfrúr Stefaníu Siggeirsdóttur. Hjartað í brjósti hinnar ungu stúlku hefur vafalaust tekið viðbragð, er henni var rétt þetta bréf. En þeim mun meiri hafa viðbrigðin orðið, er hún braut það upp og las. Bréfið var frá Lúðvíki Schou, og tjáði hann þar heitmey sinni, að þau myndu ekki sjást framar, því að ekki gæti af því orðið, að þau giftust. Færði hann þar einkum til, að hagur sinn hefði breytzt til verra við fráfall húsbóndans, Hemmerts, og tvísýnt væri, hvort hann héldi stöðu sinni. Sigríður þóttist þó vita betur, hvað þessum sinnaskiptum ylli: „Þar reið kerla baggamuninn". Við þetta bréf varð Stefanía afhuga norðurferðinni, þótt ekki væri hún enn alveg vonlaus um, að svo myndi skipast veður í lofti, að fram úr rættist síðar. Til verzlunarstjórans gat hún samt ekki farið að svo stöddu, en líklegt, að allir aðrir, sem hún hefði viljað vera hjá nyrðra, væru búnir að ráða sér það fólk, er þeir vildu hafa. Það var löng og erfið leið norður í Þingeyjarsýslu, og enginn lék sér að því að fara landshluta á milli árið 1864: „Að leggja upp aðra eins leið og norður út í bláinn, sýnist mér nokkuð ísjárvert".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.