Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 97

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 97
andvari STÚLKAN VIÐ ROKKINN 95 Það var meiri hugur í Sigríði, föður- systur hennar, þótt hún væri tekin að eldast, og ef til vill hefur henni orSiS hugsað til þeirrar eldraunar, sem hún sjálf stóðst, þegar hún, vinnukonan í Laugarnesi, batzt Þorsteini Helgasyni, festarmanni biskupsdótturinnar. Henni hefur sýnilega fundizt frekar lítið til um hugrekki og úrræðaleysi ungu kynslóðar- innar: „Sumir hefðu máske slegið báðum þá plötu að koma eins og óvart upp á þau aftur eftir undirlagi hans, þá (hún) fór sem þeirra handbendi, til sómasamlegrar ráðstöfunar sem þeirra barn, ef ei hans kona, er ég þá vildi enga sök á gefa, þó brygðist". Þær frændkonurnar sneru sér báðar hl Páls Pálssonar, því að þeim þótti þar allt sitt ráð, er hann var. Stefanía var nrjög varkár í orðum, „þar bréfum er ei trúandi". Sigríður leysti frá skjóðunni, an þess að láta frænku sína vita af því: „Það er þú einn, er ekki hlýðir að leggja nokkrar dulur hjá á kringumstæður Stefaníu og skipti fóstru hennar við hana, því það er þá sem við steininn sagt, og er þér því aðeins hægt að aka seglum eftir vindi hennar vegna og leggja það til, sem við á. . . . Um þetta veit ei Stefanía". Oll tormerki taldi Sigríður á því, að Stefanía yrði kyrr á BreiÖabólstað, enda Lefur gamla konan vafalaust haft í huga, að Páll greiddi veg hennar með þeim Lastti, að hún nálgaðist æskilega höfn hjónabandsins og fengi þannig bætt þau 'onbrigði, er hún hafði orðið fyrir, enda hafði hún áður vikið að því, að gagns- laust væri fyrir hana að vera hjá sér, og þyrfti hún að komast á stað, „sem tenni væri hentugri til að geta verið SV0 uppbyggileg sem hún hefur hæfileg- eika til.“ Nú var þetta orÖið miklu rýnna en áður. Og í Reykjavík var á hverjum vetri margt efnilegra náms- manna, sem farnir voru að líta í kring- um sig: „Nú biðjum við þig báðar að gera svo vel að útvega henni góðan samastaÖ í Reykjavík, annaöhvort hjá húsbænd- um þínum eða öðrum, sem þú þekktir að góðu, því hún segist treysta sér til að vinna sér brauð í dönsku húsi, en ekki við sveitavinnu, sem hún hefur aldrei vanizt. Ég kalla hana búna að læra ullarvinnu í góðu lagi, en útivinnu get ég ekki ætlazt til, að hún fari að læra eða ganga í hjá öðrum. Ég hef kunnaÖ mikið vel við hana og álít hana hafa góða eiginlegleika —- gáfuð og skemmtileg og vel að sér til munns og handa, vön þvottum og matreiÖslu og hverju einu, sem gera þarf í dönsku húsi. . . . Eitt er með öðru fleira, sem hún þarf þinna ráða: Hvort henni væri mögu- legt að ná frá fóstru sinni þúsund dölum, sem hún gaf henni að skilnaði". Já — ekki hefði það spillt því áliti, sem ung og gáfuð stúlka af frægum ætt- um átti víst við þjónustustörf í dönsku húsi í Reykjavík, að eiga þessa þúsund dali sína í pilsvasanum. Sjálf hefði Stefanía kosiÖ að vera kyrr á BreiðabólsstaÖ. En það hafði henni ekki veriÖ boðiÖ, og stórlæti hennar bannaÖi henni að fara þess á leit, þar sem hún sá sín þar ekki fulla þörf: „Af bréfi því, sem systir mín nú skrifar yður, sjáið þér að mestu leyti kringumstæður mínar og vandræði. Ég fyrirverÖ mig mikið að gera yður ómak og áhyggju þá, er ég að líkindum afla yður með bón rninni, en það fyrsta og helzta, er drífur mig til þessa, er að ég hér í þessari útlegð minni þarfnast nú mjög vina og ráðgjafa, meira en ég hafði hugsað, að fyrir kæmi. . . . Hér hefur mér liÖið vel í vetur, en hvorki ég né aðrir hafa talað um lengri tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.