Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1959, Side 98

Andvari - 01.06.1959, Side 98
96 JÓN HELGASON ANDVARl Ég fyrir mitt lcyti gerði mig ánægða með að vera kyrr, ef ég ætti kost á því og ef ég ekki fyndi, að ég ekki er hús- bændum mínum eins þénanleg og ég vildi vera.“ VII. Séra Sigurður G. Thorarensen, maður Sigríðar Pálsdóttur, var í frændsemi og tengdum við mestu stórmenni landsins á öndverðri nítjándu öld. Amma hans var Sigríður Stefánsdóttir frá Höskulds- stöðum, systir Ólafs stiftamtmanns, Stefán amtmaður á Möðruvöllum var föðurbróðir hans og Bjarni amtmaður Thorarensen hræðrungur hans. Að fyrri konu hafði hann átt Guðrúnu, dóttur Vigfúsar sýslumanns Þórarinssonar á lllíðarenda, og voru þau bræðrabörn. Þegar séra Sigurður lét af prests- embætti í Hraungerði, kom þangað ungur prestur, Sæmundur Jónsson frá Breiðabólstað, systursonur fyrri konu séra Sigurðar og auk þess náskyldur honum sjálfum, þar sem Þórarinn sýslu- maður á Grund í Eyjafirði var afi ann- ars, en langafi hins. Séra Sæmundur var einnig systursonur Skúla læknis Thor- arensens á Móeiðarhvoli, sem var tengda- sonur Sigríðar Pálsdóttur. Það gefur að skilja, að hann var í mjög nánum kunn- ingsskap við séra Sigurð og Sigríði, konu hans, og það því fremur sem þau áttu nú heima, þar sem hann hafði sjálfur alizt upp. Án efa hefur hann vitað, hvernig við vék dvöl Stefaníu Siggeirs- dóttur á Breiðabólstað og hversu máluni hennar var komið, þótt því séu ekki gerðir skórnir, að hann hafi beinlínis fengið um það vísbendingu. Liðið var frarn í júnímánuð, og ekki hafði Páll enn komið Stefaníu í nýja vist. Þá bar það við einn dag, að ungi presturinn í Hraungerði reið í hlað á Breiðabólstað. Erindi hans var að biðja Stefaníu sér til handa. Og hann kom á réttri stundu. Hinni ungu stúlku þótti biðillinn gervilegur og álitlegt að verða prestsmaddama í Hraungerði, en á hinn bóginn fannst henni uggvænlegt, hvað um sig yrði, ef hún hafnaði þessum manni, þar sem hún örvænti orðið urn það, að þau Lúðvík Schou næðu saman. Baggamuninn mun þó hafa riðið, að húsbændur hennar á Breiðabólstað voru þess mjög hvetjandi, að hún hafnaði ekki þessum biðli, og er ekki að orð- lengja það, að þau séra Sæmundur og Stefanía bundust þegar heitum, þótt hvorugt þckkti hitt, nema af afspurn og hefðu í hæsta lagi sézt í örfá skipti. Bar þetta allt svo brátt að, að ekki var unnt að leita ráða og samþykkis Páls, móður- bróður hennar. Sigríður flýtti sér að skrifa honum fréttirnar og var nú all- reif: „Henni geðjast þessi ráðahagur vel og okkur því betur, og vona ég þú segir nú já og amen til allra gerninganna. Llvorki ætlar hún að leita ráða föður síns, móður né fósturmóður, sem einu gildir — sú síðasttalda er nú búin að spila sína rullu, svo hún lætur sér að líkindum nægja guð á himnum og sitt eigið hjartalag." Þessar gömlu konur gleymdu ekki undir eins því, sem þær töldu, að mis- gert hefði verið sig eða þá, sem þær höfðu tekið að sér. Litlu eftir þennan atburð reið Stefanía til Reykjavíkur og fól Páli frænda sín- urn að láta smíða hringana handa þeirn séra Sæmundi. Sigríður hripaði honurn líka línu og bað hann að útvega sér fallegan, rauðan rokk með blýhjóli, því að hún vildi gefa hróðurdóttur sinni góðan grip, er hún færi úr húsum hennar. Og spunakonunni hlaut að koma vel að fá rokk í búið. Hringarnir komu austur að Breiða-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.