Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 100

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 100
98 JÓN IJELGASON ANDVARJ En það olli drættinum, að þau greindi á um það, hvernig gjaldið skyldi reikn- ast. Séra Sæmundur fór sér hægt, en Sigríður gerði sig líklega til þess að sækja þetta mál með oddi og egg: „Eg held ég megi sjá eftir því, að þú lézt ekki fyrirspurnina mína fokka í amtið í vetur“. En þar kom, að séra Sæmundur lét undan síga, frekar en lenda í mála- ferlum við aldurhnigna ekkju, enda þótt hann teldi sig hafa lög að mæla. Stefanía sagði, að hann hefði ekki gert það mjög vegna þess, að við Sigríði var að eiga, því að hún væri ríkari en þau, heldur hefði hann kinokað sér við fordæmi, sem síðar kynni að verða beitt af öðrum prestum gegn fátækum prestsekkjum. Þannig greiddist sá skýflóki í sundur, án þess að vansi hlytist af eða varanleg þykkja milli vandabundins fólks. VIII. Engar heimildir eru um það, hvernig verzlunarstjóranum á Húsavík varð við, er hann frétti það norður í land, að hin gamla heitmær hans hefði staðið upp frá rokknum sínum á Breiðabólstað og gifzt prestinum í Hraungerði. En heimili sínu fékk hann nýja forstöðu nokkrum árum síðar. Um þessar mundir var Þorsteinn Jóns- son frá Ármóti í Flóa sýslumaður í Þing- eyjarsýslu og sat á Húsavík. Hann var kvæntur Ingibjörgu Elísabetu, dóttur séra Gunnlaugs Oddssonar dómkirkju- prests, systur Gunnþórunnar, konu séra Halldórs á Hofi í Vopnafirði. Sýslu- mannshjónin fengu til sín stofuþernu austan af Héraði, Elínu, dóttur séra Einars Hjörleifssonar í Vallanesi. Haustið 1867 gekk Lúðvík Schou að eiga þessa stúlku. Björg Guttormsdóttir hafði verið hjá honum öll þessi ár og meðal annars kennt börnum á Húsavík, og sat hún um kyrrt, þótt Elín gerðist húsmóðir á heimilinu. En ef til vill hefur Björg verið raun- særri og framsýnni en í fljótu bragði virtist, er hún kom í veg fyrir, að Stefanía giftist Lúðvík. Eftir fá ár var svo komið, að hann varð að láta af for- stöðu verzlunarinnar á Húsavík. Mikil átök voru hafin í verzlunarmálum Þing- eyinga, og Orum & Wulff tefldu fram harðskeyttari manni en Lúðvík Schou var. Þórður Guðjohnsen tók við forystu selstöðuverzlunarinnar, og heimili for- vera hans sundraðist. Þorsteinn Jónsson var orðinn sýslu- maður Árnesinga, er þetta gerðist, og hafði reist bú á Kiðjabergi í Grímsncsi. Kona hans, sem hafði haft náin kynni af Björgu Guttormsdóttur á Ilúsavík og var auk þess systir Gunnþórunnar á Hofi, er Björg hafði verið samtíða á seinustu árum sínurn í Vopnafirði, hafði oft- sinnis boðið henni dvöl hjá þeim hjón- um. Þetta þekktist hún vorið 1871, er sýnt var, að hún gat ekki lengur verið hjá Lúðvík Schou og konu hans. Flutt- ist hún þá suður með Emil, son Lúð- víks og Bjargar Benediktsdóttur, er hún hafði tekið að sér og ætlaði að efla til náms. Af Lúðvík og Elínu er það að segja, að þau voru enn um skeið í Þing- eyjarsýslu, en hröktust síðan austur að Vallanesi í skjól séra Einars Hjörleifs- sonar. Síðan bjuggu þau nokkur ár í Vallaneshjáleigu við þröngan kost með þrjú börn, er þau höfðu eignazt, og þar dó Elín. Þá leystist heimilið algerlega upp, en börnin fóru i fóstur hér og þar. Síðustu misserin vann Lúðvík fyrir sér við verzlu.ilarstörf á Seyðisfirði og dó, þrotinn að kröftum eftir margs konar vonbrigði, árið 1889. Báðar munu þær fóstrur, Björg og Stefanía, hafa litið svo á um skeið, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.