Andvari - 01.06.1959, Side 101
ANDVAIU
STULKAN VII) ROKKINN
99
þær væru skildar að skiptum. Eftir gift-
ingu Stefaníu hófu þær þó bréfaskipti
að nýju, og loks báru duttlungafullir
straumar örlaganna gömlu konuna suður
á land í nágrenni við Hraungerði.
Stefanía hefur án efa farið til fundar
við gömlu konuna, sem bæði hafði verið
henni ströng og agasöm og rausnarleg
og umhyggjusöm fóstra. Þegar til lengdar
lét, undi Björg sér ekki á Kiðjabergi, og
eftir tvö ár flutti hún sig að Hraungerði
til Stefaníu. Þar lét hún byggja sér ofur-
litla stofu norður af baðstofu, og þar sat
hún á friÖstóli hin síðustu æviár sín.
Þegar æviþráðurinn var til loka spunn-
inn, var hún borin til hinztu hvíldar í
kirkjugarðinum í Hraungerði — þessi
stórráða kona, sem sjálf hafði farið á mis
við þá ást, er hún þráði ung, en vildi þó
í clli sinni ráða ástum annarra.
Þegar farið var að hyggja að því, sem
hún lét eftir sig, kom í ljós, að hún
hafði látið gera erfðaskrá sína, áður en
hún fór frá Húsavík, og ánafnað börn-
um Lúðvíks Schous og Bjargar Bene-
diktsdóttur, Emil og Björgu, mikinn
hluta eigna sinna. Nokkurn hluta hafði
hún einnig ætlað dóttur Vilhjálms Odd-
sens, bróður þeirra Gunnþórunnar á
Hofi og sýslumannsfrúarinnar á KiÖja-
bergi, en hann bjó í Vopnafirði og hafði
att að fyrri konu alnöfnu hennar og
frænku frá Krossavík. Þessa telpu hafði
iijörg tekið upp á sína arma, en Jtún
turdaðist á undan gömlu konunni, svo
að allur arfur eftir ltana féll þeim Emil og
Bjiirgu Schou í skaut. Hrein eign gömlu
Itonunnar, er hún féll frá, reyndist nær
liálft níunda þúsund króna, og var það
mikið fé í þá daga. Og ekki ltafði hún
ætlað fjármunum sínum að fara í súg-
inn, því að meginhlutinn var bundinn
í óuppsegjanlegum ríkislánum. Einnig
komu í leitirnar fáein lilutabréf í Verzl-
unarfélaginu í Reykjavík.
Utför gömlu líonunnar var hin virðu-
legasta, enda kostaði hún 202 krónur,
en fimm hundruð krónum var varið til
þess að búa um leiÖi liennar og fóstur-
dóttur hennar í Reykjavík og girða þau
járngrindum.
Björg Guttormsdóttir var komin undir
græna torfu eftir langa vegferð, sem
liófst á morgni aldarinnar á prestssetrinu
á bökkum Hofsár. Auður hennar tvístr-
aðist fyrir vindum og veðrum nýs tíma,
þótt bundinn væri í óuppsegjanlegum
skuldabréfum, og báðir erfingjar hennar
bárust í fjarlægt land, án þess að þeirra
sjáist nein spor, heima eða erlendis. En
í Hraungerði þeytti prestsmaddaman
rokkinn sinn, á meðan ný kynslóð reis
á legg og nýjar ástir kviknuðu, og ný
saga gerðist.
(Helztu heimildir: Lbs. 2413—-2414 4to,
prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl Húsa-
víkur, Hofs í Vopnafirði, Kirkjubæjar í
Hróarstungu, Hvanneyrar í Siglufirði, Eydala,
Vallaness, Dvergasteins, Breiðabólstaðar í
Fljótshlíð, Klausturhóla og Hraungerðis, skipta-
bók Arnessýslu, Annáll nítjándu aldar, Is-
lenzkar æviskrár, Skrifarinn á Stapa, íslenzkt
mannlíf).
'A
Rit Pálma Hannessonar
Frá óbyggðum — Landið okkar — Mannraunir
_______ MENNINGARSJÓÐUR ______________,