Andvari - 01.06.1959, Side 102
ÓLAFUR BRIEM:
Ú tilegumannaslóðir
á Reykjanesfjallgarði.
Fyrsti útilegumaður, sem vitað er um
í Reykjanesfjallgarði, er Eyvindur Jóns-
son, sem kalla mætti hinn eldra til að-
greiningar frá Fjalla-Eyvindi. Flans er
getið í alþingisbókinni 1678 og mörgum
annálum. Frásögn alþingisbókarinnar er
á þessa leið: „1 sama stað og ár og dag
(29. júní) auglýsti valdsmaðurinn Jón
Vigfússon eldri þann héraðsdóm, sem
hann hafði ganga látið í Bakkakoti í
Ólvesi í Árnessýslu það ár 1677 2. nov-
einbris undir 12 manna útnefnd ákær-
andi þær stórbrotamanneskjur Eyvind
Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem
úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel
fyrir tveimur árum og í opinberum hór-
dórni brotleg orðið sín á millum með
barneign, hann eigingiftur, en hún í ein-
földum hórdómi áður fundin. Flöfðu
téðar persónur á þessum tveggja ára
tíma saman haldið sig fyrir ektahjón,
sem héraðsdómurinn á vísar, urðu svo
höndlaðar í einum hellir suður undir
Erfiseyjarseli (svo) í Kjalarnesþingi og
teknar þann 20. oktobris með fóla af
nautakjöti og öðrunr hlutum. Voru þá
ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu
dærndar þrjár refsingar hvoru um sig á
nefndum Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra
hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu
sem og heilagrar aflausnar og sakra-
mentis fortökun, hverjar þrjár refsingar
valdsmaðurinn Jón Vigfússon rigtuglega
bevísaði á þær lagðar vera. Einnin aug-
lýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að
fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Mar-
grét, hefðu úttekið líkamlega refsing í
Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir úti-
leguna og þar að hnígandi þjófnaðar
atburði, svo sem dómur þar um aug-
lýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar
Ingiríður hann til hjónabands aftur
tekið. Að því gerðu voru þessar mann-
eskjur afleystar af eruverðugum biskup-
inum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra
sakramentis meðtekning í dómkirkjunni
að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið
upp á ný, að þessar vandræða persónur
tóku sig aftur til útilegusamvista og fund-
ust báðar í einni rekkju og einu hreysi
undir bjargskúta í Ólvesvatnslandeign af
Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönn-
um. Voru svo teknar og síðan í fangelsi
forvaraðar á valdsmannsins heimili Stór-
ólfshvoli og nú hingað til Óxarárþings
í járnum færðar með fimm fiskum og
tveim mathnífum, sem í hreysinu fund-
ust“. Síðan voru þau bæði dæmd til
dauða, og fór aftakan frarn 3. júlí.1)
Frásagnir annálanna eru að mestu
leyti samhljóða. Þó segir í Setbergsannál,
að þau Eyvindur hafi fundizt „við hellir
á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit,
og lifðu við kvikfjárstuld" og í Fitja-
annál, að þau hafi í síðara skiptið lagzt
út í Henglafjöllum. Ekki hef ég fengið
fregnir af neinum hellum á þeirn stöð-
um, sem alþingisbækur og annálar nefna,
1) Alþingisbækur VII. bls. 403—404.