Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 102

Andvari - 01.06.1959, Page 102
ÓLAFUR BRIEM: Ú tilegumannaslóðir á Reykjanesfjallgarði. Fyrsti útilegumaður, sem vitað er um í Reykjanesfjallgarði, er Eyvindur Jóns- son, sem kalla mætti hinn eldra til að- greiningar frá Fjalla-Eyvindi. Flans er getið í alþingisbókinni 1678 og mörgum annálum. Frásögn alþingisbókarinnar er á þessa leið: „1 sama stað og ár og dag (29. júní) auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri þann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkakoti í Ólvesi í Árnessýslu það ár 1677 2. nov- einbris undir 12 manna útnefnd ákær- andi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hór- dórni brotleg orðið sín á millum með barneign, hann eigingiftur, en hún í ein- földum hórdómi áður fundin. Flöfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón, sem héraðsdómurinn á vísar, urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undir Erfiseyjarseli (svo) í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris með fóla af nautakjöti og öðrunr hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dærndar þrjár refsingar hvoru um sig á nefndum Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu sem og heilagrar aflausnar og sakra- mentis fortökun, hverjar þrjár refsingar valdsmaðurinn Jón Vigfússon rigtuglega bevísaði á þær lagðar vera. Einnin aug- lýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Mar- grét, hefðu úttekið líkamlega refsing í Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir úti- leguna og þar að hnígandi þjófnaðar atburði, svo sem dómur þar um aug- lýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið. Að því gerðu voru þessar mann- eskjur afleystar af eruverðugum biskup- inum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fund- ust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ólvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönn- um. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdsmannsins heimili Stór- ólfshvoli og nú hingað til Óxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fund- ust“. Síðan voru þau bæði dæmd til dauða, og fór aftakan frarn 3. júlí.1) Frásagnir annálanna eru að mestu leyti samhljóða. Þó segir í Setbergsannál, að þau Eyvindur hafi fundizt „við hellir á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit, og lifðu við kvikfjárstuld" og í Fitja- annál, að þau hafi í síðara skiptið lagzt út í Henglafjöllum. Ekki hef ég fengið fregnir af neinum hellum á þeirn stöð- um, sem alþingisbækur og annálar nefna, 1) Alþingisbækur VII. bls. 403—404.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.