Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 106

Andvari - 01.06.1959, Page 106
104 ÓLAFUR BRIEM ANDVARl af sér. Þeir eru þar nefndir útileguþjófar, en ekl<i nánar sagt frá útilegu þeirra. En saga þeirra er greinilegast rakin í Valla- annál, sem ritaður er af séra Eyjólfi Jónssyni á Völlum í Svarfaðardal. En séra Eyjólfur var um þessar mundir upp- kominn maður á Nesi við Seltjörn hjá föður sinum, Jóni Eyjólfssyni, sýslu- manni í Gullbringusýslu, sem rannsakaði mál þjófanna. Verður því vart á betri heimild kosið. Þar sem skýrt er frá störf- um alþingis, segir á þessa leið: „Þennan sama dag voru hengdir þrír þjófar, hét hinn fyrsti Jón Þórðarson, ættaður úr Gnúpverjahrepp, annar Jón Þorláksson, ættaður úr Landeyjum. Þeim fylgdi piltungur nokkur, er Gísli hét Oddsson, ættaður úr Hrunamannahrepp. Þessir komu úr Gullbringusýslu. Það er af þeim framar að segja, að Jón Þórðarson fór austan úr Hrcjiji um allraheilagramessuleytið veturinn fyrir, og Gísli með honum, flökkuðu síðan vestur um sveitir, unz þeir komu í Hvamm. Þar aðskildi þá Jón Magnús- son sýslumaður. Fór Jón einn upp þaðan, unz hann kom á Kvennabrekku, og fann þar á næsta bæ Jón Þorláksson. Gerðu þeir þá félag sitt og fóru báðir suður til Borgarfjarðar og yfir Hvítá í Bæjar- hrepp. Þar kom Gísli til þeirra. Fóru síðan allir suður til Skorradals og hófu stuldi mikla; fóru þeir með þeim suður um Hvalfjarðarströnd, Kjós og Mosfells- sveit, og svo suður á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu; þar tóku þeir sér hæli undir skúta nokkrum, en er þeir höfðu þar htt staðar numið, kom til þeirra Hallur Sigmundsson, húandi í Isólfsskála í Grindavík, og vandaði nokkuð svo um þarveru þeirra. Leizt þeim þá eigi að vera þar lengur og fóru norður aftur með fjallinu í helli þann, er skammt er frá Hvernum eina. Voru þar síðan í þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar á hálsunum, rændu einnin ferðamann, er Bárður hét Gunnarsson úr Flóa austan. Loksins í vikunni fyrir alþing fór Jón Árnason, búandi í Flekkuvík upp til hellisins við 12. mann, og hittu þá heima. Vildu þeir ei skjótt í ljós koma, unz Jón hleypti byssu af, er hann hafði, og bað hvern einn fylgdarmanna skjóta sinni byssu. Gerði hann það til skelks þjófunum, því eigi voru fleiri byssurnar en tvær. Hann skaut hettu af Jóni Þorlákssyni, svo að honum grand- aði ekki. Féll þjófunum þá hugur og gengu í hendur þeim. Voru síðan allir teknir og fluttir inn til Bessastaða. Þar voru þeir þrjár nætur og á þeim tíma rannsakaðir á Kópavogsþingi, færðir síðan upp á þing og hcngdir báðir Jón- arnir, en Gísli hýddur sem bcra mátti og rekinn svo til sveitar sinnar; var hon- um vægt fyrir yngis sakir“. Ekki hefur mér tekizt að fá vitneskju urn hella á þeim slóðum, þar sem þjóf- arnir voru. Og vorið 1951 komum við Björn Þorsteinsson að Hvernum eina til að svipast um eftir hellum í hrauninu í kring. Við sáum nokkra örlitla skúta, en engan svo stóran, að okkur þætti hugsanlegur mannabústaður. En hraunið er þannig, að þar getur hellir lcngi leynzt sjónum manna, og að sjálfsögðu hafa útilegumennirnir reynt að velja sér skúta, sem ekki var auðfundinn. Líklegt er og, að þeir hafi tekið sér bólstað þarna til þess að geta soðið mat sinn í Hvern- um eina, því að ekki þarf að efa, að hann hefur þá verið nógu heitur til þess. Skammt er einnig þaðan að sækja vatn í læk nyrzt á Selsvöllum. Þáttur þessi er úr bók um útilegumenn og útilegumannabyggðir, sem kemur út hjá Bóka- útgáfu Menningarsjóðs í haust.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.