Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 106
104
ÓLAFUR BRIEM
ANDVARl
af sér. Þeir eru þar nefndir útileguþjófar,
en ekl<i nánar sagt frá útilegu þeirra. En
saga þeirra er greinilegast rakin í Valla-
annál, sem ritaður er af séra Eyjólfi
Jónssyni á Völlum í Svarfaðardal. En
séra Eyjólfur var um þessar mundir upp-
kominn maður á Nesi við Seltjörn hjá
föður sinum, Jóni Eyjólfssyni, sýslu-
manni í Gullbringusýslu, sem rannsakaði
mál þjófanna. Verður því vart á betri
heimild kosið. Þar sem skýrt er frá störf-
um alþingis, segir á þessa leið:
„Þennan sama dag voru hengdir þrír
þjófar, hét hinn fyrsti Jón Þórðarson,
ættaður úr Gnúpverjahrepp, annar Jón
Þorláksson, ættaður úr Landeyjum. Þeim
fylgdi piltungur nokkur, er Gísli hét
Oddsson, ættaður úr Hrunamannahrepp.
Þessir komu úr Gullbringusýslu. Það
er af þeim framar að segja, að Jón
Þórðarson fór austan úr Hrcjiji um
allraheilagramessuleytið veturinn fyrir,
og Gísli með honum, flökkuðu síðan
vestur um sveitir, unz þeir komu í
Hvamm. Þar aðskildi þá Jón Magnús-
son sýslumaður. Fór Jón einn upp þaðan,
unz hann kom á Kvennabrekku, og fann
þar á næsta bæ Jón Þorláksson. Gerðu
þeir þá félag sitt og fóru báðir suður
til Borgarfjarðar og yfir Hvítá í Bæjar-
hrepp. Þar kom Gísli til þeirra. Fóru
síðan allir suður til Skorradals og hófu
stuldi mikla; fóru þeir með þeim suður
um Hvalfjarðarströnd, Kjós og Mosfells-
sveit, og svo suður á Vatnsleysuströnd.
Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru
svo til fjalls upp og allt suður um
Selsvöllu; þar tóku þeir sér hæli undir
skúta nokkrum, en er þeir höfðu þar
htt staðar numið, kom til þeirra Hallur
Sigmundsson, húandi í Isólfsskála í
Grindavík, og vandaði nokkuð svo um
þarveru þeirra. Leizt þeim þá eigi að
vera þar lengur og fóru norður aftur
með fjallinu í helli þann, er skammt
er frá Hvernum eina. Voru þar síðan
í þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar á
hálsunum, rændu einnin ferðamann,
er Bárður hét Gunnarsson úr Flóa
austan. Loksins í vikunni fyrir alþing
fór Jón Árnason, búandi í Flekkuvík
upp til hellisins við 12. mann, og hittu
þá heima. Vildu þeir ei skjótt í ljós
koma, unz Jón hleypti byssu af, er hann
hafði, og bað hvern einn fylgdarmanna
skjóta sinni byssu. Gerði hann það til
skelks þjófunum, því eigi voru fleiri
byssurnar en tvær. Hann skaut hettu af
Jóni Þorlákssyni, svo að honum grand-
aði ekki. Féll þjófunum þá hugur og
gengu í hendur þeim. Voru síðan allir
teknir og fluttir inn til Bessastaða. Þar
voru þeir þrjár nætur og á þeim tíma
rannsakaðir á Kópavogsþingi, færðir
síðan upp á þing og hcngdir báðir Jón-
arnir, en Gísli hýddur sem bcra mátti
og rekinn svo til sveitar sinnar; var hon-
um vægt fyrir yngis sakir“.
Ekki hefur mér tekizt að fá vitneskju
urn hella á þeim slóðum, þar sem þjóf-
arnir voru. Og vorið 1951 komum við
Björn Þorsteinsson að Hvernum eina til
að svipast um eftir hellum í hrauninu
í kring. Við sáum nokkra örlitla skúta,
en engan svo stóran, að okkur þætti
hugsanlegur mannabústaður. En hraunið
er þannig, að þar getur hellir lcngi
leynzt sjónum manna, og að sjálfsögðu
hafa útilegumennirnir reynt að velja sér
skúta, sem ekki var auðfundinn. Líklegt
er og, að þeir hafi tekið sér bólstað þarna
til þess að geta soðið mat sinn í Hvern-
um eina, því að ekki þarf að efa, að
hann hefur þá verið nógu heitur til
þess. Skammt er einnig þaðan að sækja
vatn í læk nyrzt á Selsvöllum.
Þáttur þessi er úr bók um útilegumenn og
útilegumannabyggðir, sem kemur út hjá Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs í haust.