Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 108
106
GEORG BRÖNDSTED
ANDVARI
sem er eins og blævængur að lögun,
liggur fyrir norðan Jórvík, og cru suður-
takmörk þess árnar Derwent og Ouse
(u:z) ásamt Ure (jua), vesturtakmörkin
Pennínafjöllin, norður- og norðaustur-
takmörkin áin Tees og Norðursjórinn.
East Riding er sá þriðjungurinn, sem er
fyrir austan borgina Jórvík, en takmörk
bans eru árnar Derwent, Ouse og Hum-
ber. I vestri og norðvestri er West Riding,
lirjóstrugra bérað, sem Engilsaxar snið-
gengu, þegar þeir námu land, og eru þar
því yfirgnæfandi norræn nöfn, einkum
norsk. Og að lokum er svo borgin Jórvík.
Þar eru mannanöfn meðtalin.
Árið 867 vann danski böfðinginn
Ilálfdan Loðbrókarson borgina og 9
árum síðar, 876, úthlutaði hann her-
mönnum sínum landi. Næstu 10 árin
eru aðaltími nafngifta í Yorksliire og í
öllu þávcrandi Norðimbralandi, scm
náði sunnan frá Humberfljóti og norður
að ánni Tyne, eins og bið foma kon-
ungsríki Deira. í stuttu máli sagt var
Jórvík böfuðstaður dansks konungsríkis,
sem stóð tvo fyrstu áratugi tíundu aldar,
en þá tóku við yfirráð Norðmanna og
íra, sem komu að vestan, og lauk þeim
með binni skammvinnu stjórn Eiríks
blóðöxar 952—54. Við þekkjum konung
þennan og stjórnartíð hans í Jórvík af
glöggri lýsingu í Egils sögu Skallagríms-
sonar, þar sem Égill kemst nauðulega
út úr borginni, þegar hann hefur leyst
böfuð sitt undan valdi erkióvinar síns
og eiginkonu hans með hinu fræga
kvæði sínu. Þegar hér var komið sögu,
hét borgin norræna nafninu Jórvík
(hestaborgin), sem var dönsk afbökun á
anglíska nafninu Eoforvic (borg villi-
svína), en það átti aftur rót sína að rekja
til rómverska nafnsins: Eboracum.
Ptolemæus minnist þessa þegar um 150
og getur þess, að það sé rómversk afbökun
á lirezka nafninu Eburacon (samanber
þjóðarheitið Eburones milli Maas og
Rínar hjá Cæsari). Til aukins skilnings
á orðinu má geta þess, að stofnandi
borgarinnar hefur ef til vill heitið brezka
mannsnafninu Eburos, sem dregið er af
ýviði, á ensku yew, á fornnorrænu ýr, en
greinar þess voru bezti efniviðurinn í
boga.
í gatna- manna- og hliðanöfnum
borgarinnar geymast enn í dag margar
málmenjar frá tíð Dana og Norðmanna.
I lér eru nokkur dæmi: Bootharn (butom),
nyrzt hinna fjögra fornu borgarhliða, sem
enn eru eftir, dregur nafn sitt af vest-
norræna orðinu búð í þáguf. fleirtölu, en
samsvarandi dönsk mynd, both, kemur
aftur fyrir í le Bothom í Leicester, sem
svarar nákvæmlega til þorpsins Bodum
(bájum) fyrir norðan Aabenraa. Bootham
var í eigu Maríuklausturs, en munkarnir
þar höfðu heimild til þess að hafa viku-
legan markað við borgarhliðið — og stafa
búðirnar þaðan. Frá borginni liggur
vegurinn norður á bóginn inn í Galtres
(gádtriz) Forest (dregið af göltr), sem þá
var víðáttumikill. Á þeim tímum var
mikið um úlfa og villisvín í stórskógum,
og enn í dag er kvöldklukkum dóm-
kirkjunnar hringt í ljósaskiptunum, veg-
farendum til viðvörunar.
Coney Street, 1213 Cuningestreet
liggur nú, þar sem áður var suðvestur-
hlutinn af hinum forna rómverska
borgarmúr; stafurinn u bendir til dönsku
orðmyndarinnar, og er þannig beinn
vitnisburður um Hálfdan konung. King’s
Court hét 1270 Kuningesgard, fn. kon-
ungsgarðr. Hér var danski konungsgarð-
urinn, aðsetur víkingakonunganna, sá
sem segir frá í Egils sögu. The Guildhall
dregur nafn sitt af hinni fornu Gildis-
höll á Thursday Market, og þar var les
Gilgarthes, fn. gildigarðr, sem tilheyrði
gildishúsinu (veizluskálanum) og á mið-
öldum cinnig le Tolh’hoth, fn. tolbotb.