Andvari - 01.01.1990, Page 7
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
Jón Leifs
Inngangur
Saga íslenskrar tónlistar hefur ekki enn verið skráð nema í helstu atrið-
um og sáralitlar rannsóknir hafa verið gerðar á íslenskum tónskáld-
skap og þeim jarðvegi sem hann er sprottinn úr. Fyrir bragðið eru ís-
lendingar yfirleitt afar fáfróðir um þennan mikilvæga þátt menningar
sinnar, og þarf því engan að undra þó að nýsköpun tónlistar mæti eins
miklu tómlæti hér á landi og raun ber vitni. Petta þekkingarleysi er sér-
staklega kaldhæðnislegt fyrir þá sök, að á undanförnum áratugum hef-
ur á íslandi ríkt mikil gróska á ýmsum öðrum sviðum tónlistar og
stjórnvöld hafa eytt töluverðum fjármunum til eflingar kunnáttu
landsmanna í tónlist. Ef einhver breyting á að verða í þessu efni, þarf
að gera stórátak í rannsóknum á íslenskri tónlist og í dreifingu hennar
til almennings í landinu, en það verður ekki gert nema því aðeins að
tónlistarfólk og opinber stjórnvöld og menningarstofnanir stilli strengi
sína saman. Þar til eitthvað slíkt gerist má búast við því, að íslensk tón-
sköpun verði landsmönnum áfram lítt kunn og að afreksverk genginna
kynslóða á sviði tónlistar nýtist ekki sem aflvaki nýrrar og enn frjórri
sköpunar.
Jón Leifs er fyrst og fremst kunnur á meðal íslensku þjóðarinnar fyr-
ir störf sín að félagsmálum listamanna, enda var hann hér brautryðj-
andi á því sviði. íslendingar hafa hins vegar forsmáð tónsmíðar hans og
telst það til undantekninga ef verk hans heyrast á opinberum vett-
vangi. Mörg tónverka Jóns hafa aldrei verið flutt og önnur aðeins einu
sinni eða tvisvar.
Ástæður þessa eru eflaust ýmsar en líklega kemur helst tvennt til.
Það má ætla, að tónsmíðar Jóns hafi goldið fyrir það hversu umdeild
persóna hann varð fyrir störf sín að félagsmálum listamanna, en vegna
smæðar samfélagsins hafa íslendingar oft átt erfitt með að greina á
milli persónunnar, sem vinnur verkin, og verkanna sjálfra. Pá er ljóst,