Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 13

Andvari - 01.01.1990, Síða 13
andvari JÓN LEIFS 11 II Jón var að ýmsu leyti bráðger unglingur. Hugur hans stóð til hæða og hann velti fyrir sér tilgangi þess að lifa, eigingirni mannsins, og hvernig hægt væri að göfga anda sinn: Við erum hér til að þroskast andlega - andinn er eg - líkaminn er ekki eg - til þess lifum við að við göfgum anda vorn (til þess að við getum svo göfgað anda annara) - tilþess og einskis annars lifum v/ð.4) Menn trúa, vona og elska til þess að sjálfum sér líði betur; ekki er það til annars.... Skynsemin og eigingirnin hjálpast að. Ef menn vilja útrýma eig- ingirninni verða menn að drepa sína meðfæddu sérdrægni, alla ættjarðarást, gleyma sjálfum sér, elska alla menn jafnt og eigingirnislaust og láta tilfinningar hjartans drepa eigingirni skynseminnar.5) Af skrifum Jóns frá unglingsárunum að dæma var hann ákaflega til- finningasamur og viðkvæmur. Hann þoldi ekki tilgerð og meðal- mennsku og hann hryllti við að þurfa að aðlaga sig hinu smáborgara- lega lífi höfuðstaðarbúanna. Skólinn var honum þvingun og honum var það oft ofraun að þurfa að sitja í kennslustundum. Hann var sann- færður um að honum væri ætlað stórt hlutverk í þessum heimi, hlut- verk, sem hann einungis gæti leikið af svölum hinnar evrópsku há- menningar. Þessi sannfæring fylgdi Jóni alla tíð og varð honum það hreyfiafl sem knúði hann áfram þegar á móti blés síðar á lífsleiðinni. Jón fann köllun sinni til andlegra starfa farveg í tónlistinni. Foreldr- ar hans höfðu keypt píanó og hann sótti píanótíma hjá Herdísi Matthí- asdóttur, dóttur Matthíasar Jochumssonar skálds. Jón stundaði æfing- ar af kappi og í desember 1914 kom hann fram á skemmtun í Menntaskólanum í Reykjavík og lék þar smálög eftir Grieg og verk eftir Beethoven, m.a. Sónötu Pathétique op. 13. Þegar færi gafst æfði hann sig á píanóið marga tíma á dag og á miðju sumri 1915 var tónlistin orðin honum þvílík ástríða, að fátt annað komst að í hugskoti hans. Tónlistin átti greiða leið að hjarta hans, einkum verk Beethovens, og í tónlistinni opnaðist honum veröld fegurðar og trúarlegrar uppljómun- ar. Eftir að hafa skoðað í fyrsta sinn nóturnar af 9. sinfóníu Beethov- ens skrifar Jón eftirfarandi klausu í dagbókina sína: Ekki fæ eg með orðum lýst þeirri hrifning sem eg varð fyrir. Það var sem sál mín væri komin í Paradís og himneskur eldur logaði í hjarta mínu - og svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.