Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 19
ANDVARI
JÓN LEIFS
17
Annie og Jón héldu tvenna tónleika í Bárunni í Reykjavík skömmu
áður en þau héldu til Þýskalands aftur. Þau léku á tvö píanó og fluttu
konserta eftir Bach og Mozart. Þá gerði Jón tilraun til þess að koma á
fót strengjasveit í Reykjavík, en sú tilraun rann út í sandinn vegna
áhugaleysis hljóðfæraleikaranna og vegna misklíðar við Þórarin Guð-
mundsson.19)
V
Jón Leifs var fyrstur íslendinga til að leggja fyrir sig hljómsveitarstjórn
og jafnframt sá eini, sem hingað til hefur náð umtalsverðum frama á
því sviði á erlendum vettvangi. Á þriðja áratugnum stjórnaði hann á
annan tug sinfóníuhljómsveita í Þýskalandi, Tékkóslóvakíu, Noregi
og Danmörku, en honum gekk hins vegar illa að fá fastráðningu og
tækifærunum, sem hann fékk til að stjórna, fór fækkandi þegar leið á
áratuginn. Það olli Jóni miklu hugarvíli hversu erfiðlega honum gekk
að fá fast starf sem hljómsveitarstjóri og taldi hann aðalorsökina fyrir
því þá, að hann væri útlendingur:
Það kemur nú alltaf skýrar í ljós hver orsök er til þess að eg fæ enga stöðu veitta,
það, að eg er útlendingur. Upp á síðkastið má heita að eg hafi í hverri viku sótt
um lausa stöðu, en ætíð fengið neitun og hefir mér jafnvel verið beinlínis sagt
að þetta sé orsökin. Þetta er nú alt ekki sérlega uppörfandi og er sálarástand
mitt oft eftir því, en það lamar alt mitt sköpunar- og starfsafl.20’
Þá taldi Jón, að nær ókleift væri að komast áfram sem hljómsveitar-
stjóri nema að geta borgað umboðsmönnum háar fjárfúlgur og jafnvel
beitt mútum. Peninga til þeirra hluta hafði hann ekki. Um spillinguna í
tónlistarlífinu í Þýskalandi sagði Jón:
En alt í tónlistarlífinu, sem eg athuga í kring um mig, er svo rotið, óheilbrigt og
listlaust, að mér virðist oft tilgangslaust að lifa á þessari jörð. Það er ekki listin
eða listskilningur, sem stjórnar tónlistarlífinu, heldur aðeins peningavöld og
flokkadráttur. Kaupmenska og kaupmenskuflokkar eða „hringar" stjórna
öllu.2,)
Af þeim hljómsveitum, sem Jón stjórnaði á ferli sínum sem hljóm-
sveitarstjóri, má nefna Berliner Sinfonie Orchester, Stádtisches
Orchester Buckeburg, Dortmund Stádtischen Orchester, Dresdner