Andvari - 01.01.1990, Síða 20
18
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
ANDVARI
Philharmonisches Orchester, Leipziger Volksakademie, Stadttheater
Orchester Halle, Leipziger Gewandhausorchester, Berliner Aka-
demischen Orchester og Hamburger Philharmonisches Orchester.
Síðastnefndu hljómsveitina fór hann með í tónleikaferð til Noregs,
Færeyja og íslands sumarið 1926.
VI
Pegar Jón Leifs kom með Fílharmoníuhljómsveit Hamborgar til ís-
lands var það í fyrsta sinni, sem landsmönnum gafst tækifæri til að
hlýða á leik sinfóníuhljómsveitar. Petta var þess vegna mikilsverður
atburður í sögu tónlistar á íslandi. Bæjarsjóður Reykjavíkur styrkti
ferð hljómsveitarinnar að hluta, en Jón og fjölskylda hans heima báru
fjárhagslega ábyrgð á ferðinni og skipulögðu hana í samvinnu við mót-
tökunefndina, sem í áttu sæti þeir Kristján Albertsson, Alexander Jó-
hannesson og Sigfús Blöndal. Stúdentafélagið og félagið Germanía
höfðu skorast undan því að taka þátt í undirbúningnum. Hljómsveitin
hélt tólf tónleika í Reykjavík undir stjórn Jóns, ferna tónleika í Dóm-
kirkjunni og átta í Iðnó, og svo eina tónleika í Pjóðkirkjunni í Hafnar-
firði. Ný efnisskrá var á hverjum þessara tónleika, og voru flutt verk
eftir Beethoven (m.a. sinfóníur nr. 2, 3 og 7), Mozart (m.a. Sinfónía í
g-moll, tveir píanókonsertar, Hornkonzert í Es-dúr og Fiðlukonzert í
A-dúr), Hándel, Corelli, J. Svendsen, Schubert, Weber, Bruch,
Wagner (Siegfried Idyll), Haydn, Johann Strauss og Jón Leífs (Minni
íslands op. 9 og kaflar úr Hljómleikum op. 6 við Galdra-Loft). Annie
Leifs var meðal einleikaranna sem léku með hljómsveitinni. Það má
með sanni segja, að í þetta skiptið hafi Reykvíkingum verið boðið í
mikla músíkveislu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Jóhannes
Sveinsson Kjarval sendi Jóni þakkarkveðju í Vísi og hafði þetta meðal
annars að segja um Minni íslands op. 9:
Gnæfandi nýtísku mynd er þetta sem þú þarna hefir
skapað, sem mun vekja hugi úti um heim fyrir landi þínu
og sjálfum þér.
Verk þetta þyrftum við Reykvíkingar að heyra minst einu
sinni í hverri viku - þá yrði hægra að vakna.
Þökk góði meistari!22*