Andvari - 01.01.1990, Page 25
ANDVARI
JÓN LEIFS
23
anda og fremsta frömuði tónlistar á íslandi. - Nú get eg líka, ef tími vinnst,
gefið mig óskiftari að öðrum tónsmíðum, sem eg er byrjaður á, en eg hefi tón-
smíðahugmyndir til fleiri ára.32)
Triologia piccola op.l var frumflutt undir stjórn R. Manzers þann
28. nóvember 1925 í Karlsbad. Jón fylgdist með einni æfingu hljóm-
sveitarinnar á verkinu, en gat ekki verið viðstaddur sjálfan frumflutn-
inginn.33)
í samtali við Alþýðublaðið í apríl 1935 greinir Jónfrá því, aðöll verk
hans til þess tíma hafi verið flutt opinberlega að minnsta kosti einu
sinni. Hann undanskilur þó Hljómleika við Galdra-Loft op. 6, sem
voru í heild sinni ekki frumfluttir fyrr en 1938 í Kaupmannahöfn, en
þættir úr því verki höfðu verið leiknir áður, m.a. í hljómsveitarferðinni
til íslands 1926.34) Auk þessa verks og fyrstu hljómkviðunnar hafði Jón
á árinu 1935 skrifað um það bil tuttugu tónverk af ýmsum gerðum,
m.a. Þrjú erindi úr Hávamálum op. 4 fyrir söngrödd og píanó, Minni
íslands op. 9 fyrir hljómsveit og kór, Konzert fyrir orgel og hljómsveit
op. 7, Variazionepastorale op. 8 fyrir hljómsveit, Rímnadansa nr. 1-4
op. 11 fyrir hljómsveit, kantötuna Þjóðhvöt op. 13 fyrir kór og hljóm-
sveit, og Þrjá organforleiki op. 16. Útgáfufyrirtækið Fr. Kistner &
C.F.W. Siegel í Leipzig gaf út á prenti flest verka Jóns frá þessum
árum, en það fyrirtæki var á sínum tíma eitt virtasta fyrirtækið á sínu
sviði í Þýskalandi.
Arið 1932 var stofnað á íslandi Félag tónlistar Jóns Leifs, en helsta
markmið félagsins var að styðja við útgáfu á verkum Jóns. Á stofn-
fundi félagsins höfðu um það bil fimmtíu manns gerst félagar, þar á
meðal margir listamenn, forstjórar, embættismenn, nokkrir alþingis-
menn og forsætisráðherra landsins. Aðalhvatamaður að stofnun Fé-
lags tónlistar Jóns Leifs var Björn Kristjánsson, frændi Jóns, en Krist-
ján Albertsson var formaður stjórnar félagsins.
IX
A fyrri hluta fjórða áratugarins voru tónsmíðar Jóns fluttar opinber-
lega víðs vegar um meginlandið og sumar þeirra margsinnis. Jón ferð-
aðist á milli útvarpsstöðva til að kynna tónlist sína og hún barst á öldum