Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 25

Andvari - 01.01.1990, Page 25
ANDVARI JÓN LEIFS 23 anda og fremsta frömuði tónlistar á íslandi. - Nú get eg líka, ef tími vinnst, gefið mig óskiftari að öðrum tónsmíðum, sem eg er byrjaður á, en eg hefi tón- smíðahugmyndir til fleiri ára.32) Triologia piccola op.l var frumflutt undir stjórn R. Manzers þann 28. nóvember 1925 í Karlsbad. Jón fylgdist með einni æfingu hljóm- sveitarinnar á verkinu, en gat ekki verið viðstaddur sjálfan frumflutn- inginn.33) í samtali við Alþýðublaðið í apríl 1935 greinir Jónfrá því, aðöll verk hans til þess tíma hafi verið flutt opinberlega að minnsta kosti einu sinni. Hann undanskilur þó Hljómleika við Galdra-Loft op. 6, sem voru í heild sinni ekki frumfluttir fyrr en 1938 í Kaupmannahöfn, en þættir úr því verki höfðu verið leiknir áður, m.a. í hljómsveitarferðinni til íslands 1926.34) Auk þessa verks og fyrstu hljómkviðunnar hafði Jón á árinu 1935 skrifað um það bil tuttugu tónverk af ýmsum gerðum, m.a. Þrjú erindi úr Hávamálum op. 4 fyrir söngrödd og píanó, Minni íslands op. 9 fyrir hljómsveit og kór, Konzert fyrir orgel og hljómsveit op. 7, Variazionepastorale op. 8 fyrir hljómsveit, Rímnadansa nr. 1-4 op. 11 fyrir hljómsveit, kantötuna Þjóðhvöt op. 13 fyrir kór og hljóm- sveit, og Þrjá organforleiki op. 16. Útgáfufyrirtækið Fr. Kistner & C.F.W. Siegel í Leipzig gaf út á prenti flest verka Jóns frá þessum árum, en það fyrirtæki var á sínum tíma eitt virtasta fyrirtækið á sínu sviði í Þýskalandi. Arið 1932 var stofnað á íslandi Félag tónlistar Jóns Leifs, en helsta markmið félagsins var að styðja við útgáfu á verkum Jóns. Á stofn- fundi félagsins höfðu um það bil fimmtíu manns gerst félagar, þar á meðal margir listamenn, forstjórar, embættismenn, nokkrir alþingis- menn og forsætisráðherra landsins. Aðalhvatamaður að stofnun Fé- lags tónlistar Jóns Leifs var Björn Kristjánsson, frændi Jóns, en Krist- ján Albertsson var formaður stjórnar félagsins. IX A fyrri hluta fjórða áratugarins voru tónsmíðar Jóns fluttar opinber- lega víðs vegar um meginlandið og sumar þeirra margsinnis. Jón ferð- aðist á milli útvarpsstöðva til að kynna tónlist sína og hún barst á öldum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.