Andvari - 01.01.1990, Síða 29
andvari
JÓN LEIFS
27
ásetning að smíða tónlist við Guðrúnarkviðu. Sá ásetningur fékk útrás
vorið 1940, þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg og hertóku landið.
Hann valdi vísur úr þremur Guðrúnarkviðum Eddunnar og reyndi að
gera úr þeim samfellda heild. í huga Jóns átti hernám Noregs sér
dramatíska hliðstæðu í dauða Sigurðar, sem þeir bræður Guðrúnar
áttu sök á. Guðrúnarkviða op. 22 er samin fyrir þrjá einsöngvara og
kammerhljómsveit, og var hún flutt í fyrsta og eina skiptið til þessa á
hljómleikum í Osló 1948.
Stærsta verk Jóns frá stríðsárunum er Sögusinfónían op. 26 fyrir
stóra sinfóníuhljómsveit. í þessari sinfóníu notar Jón, auk hefðbund-
inna hljóðfæra, ýmis fágæt hljóðfæri, svo sem fornaldarlúðra úr bronsi
og slagverkstól af hinum ólíkustu gerðum. Sögusinfónían er í fimm
þáttum og bera þeir heiti sögupersóna úr íslendingasögunum: Skarp-
héðinn (I), Guðrún Ósvífrsdóttir (II), Björn at baki Kára (III), Glámr
ok Grettir (IV), Þormóðr Kolbrúnarskáld (V). Þetta er hermitónlist,
sem bæði hvað varðar form og framsetningu á sér augljósa hliðstæðu í
Faust - sinfóníu Franz Liszts, en sú sinfónía er í þremur þáttum sem
heita Faust (I), Gretchen (II) og Mephistopheles(III). Sögusinfónían
var frumflutt undir stjórn Jussi Jalas á hljómleikum í Helsinki haustið
1950, og fékk þá Jón mjög óvægna gagnrýni fyrir þetta verk sitt. í
gagnrýni dagblaðsins Aftenpostens í Noregi, sem Morgunblaðið birti á
baksíðu í íslenskri þýðingu, segir þetta meðal annars um sinfóníu Jóns:
Það er sá versti djöflagangur (Jævligste spektakkel), sem jeg fyrir mitt leyti
hefi nokkurntíma heyrt eina hljómsveit framleiða í einu, formleg uppbvgging
verksins var eins dauð og storkið hraun.39)
Það þarf sterk bein til að þola gagnrýni af því tagi sem Jón fékk eftir
frumflutninginn á sinfóníu sinni, en slík bein hafði hann. Tónlist hans
átti oft síðar eftir að vekja andúð hjá þeim sem á einn eða annan hátt
tjáðu sig um hana, og má ætla að sú andúð hafi átt sinn þátt í því, að
hann einangraði sig enn frekar en hann hafði gert áður frá þeim
straumum og stefnum sem ríktu í tónsköpun á síðustu áratugum ævi
hans.