Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 29

Andvari - 01.01.1990, Síða 29
andvari JÓN LEIFS 27 ásetning að smíða tónlist við Guðrúnarkviðu. Sá ásetningur fékk útrás vorið 1940, þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg og hertóku landið. Hann valdi vísur úr þremur Guðrúnarkviðum Eddunnar og reyndi að gera úr þeim samfellda heild. í huga Jóns átti hernám Noregs sér dramatíska hliðstæðu í dauða Sigurðar, sem þeir bræður Guðrúnar áttu sök á. Guðrúnarkviða op. 22 er samin fyrir þrjá einsöngvara og kammerhljómsveit, og var hún flutt í fyrsta og eina skiptið til þessa á hljómleikum í Osló 1948. Stærsta verk Jóns frá stríðsárunum er Sögusinfónían op. 26 fyrir stóra sinfóníuhljómsveit. í þessari sinfóníu notar Jón, auk hefðbund- inna hljóðfæra, ýmis fágæt hljóðfæri, svo sem fornaldarlúðra úr bronsi og slagverkstól af hinum ólíkustu gerðum. Sögusinfónían er í fimm þáttum og bera þeir heiti sögupersóna úr íslendingasögunum: Skarp- héðinn (I), Guðrún Ósvífrsdóttir (II), Björn at baki Kára (III), Glámr ok Grettir (IV), Þormóðr Kolbrúnarskáld (V). Þetta er hermitónlist, sem bæði hvað varðar form og framsetningu á sér augljósa hliðstæðu í Faust - sinfóníu Franz Liszts, en sú sinfónía er í þremur þáttum sem heita Faust (I), Gretchen (II) og Mephistopheles(III). Sögusinfónían var frumflutt undir stjórn Jussi Jalas á hljómleikum í Helsinki haustið 1950, og fékk þá Jón mjög óvægna gagnrýni fyrir þetta verk sitt. í gagnrýni dagblaðsins Aftenpostens í Noregi, sem Morgunblaðið birti á baksíðu í íslenskri þýðingu, segir þetta meðal annars um sinfóníu Jóns: Það er sá versti djöflagangur (Jævligste spektakkel), sem jeg fyrir mitt leyti hefi nokkurntíma heyrt eina hljómsveit framleiða í einu, formleg uppbvgging verksins var eins dauð og storkið hraun.39) Það þarf sterk bein til að þola gagnrýni af því tagi sem Jón fékk eftir frumflutninginn á sinfóníu sinni, en slík bein hafði hann. Tónlist hans átti oft síðar eftir að vekja andúð hjá þeim sem á einn eða annan hátt tjáðu sig um hana, og má ætla að sú andúð hafi átt sinn þátt í því, að hann einangraði sig enn frekar en hann hafði gert áður frá þeim straumum og stefnum sem ríktu í tónsköpun á síðustu áratugum ævi hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.