Andvari - 01.01.1990, Page 45
andvari
ÚR KYNJAHEIMI SAGNASKÁLDS
43
sönnu ráðríkur, en einkennilegt er það að telja nú borgaralega höfunda inn-
antóma við hlið hinna alvörugefnu róttæku skáldsagnahöfunda kreppuár-
anna. Sannleikurinn er sá að róttæku verkin frá þessum árum eru gleymd, -
Sjálfstœtt fólk er hin mikla undantekning. Pótt aðrar sögur rauðu pennanna
hafi ekki talist innantómar á samtímamælikvarða þeirra sjálfra megnaði það
ekki að bjarga þeim frá bráðum dauða. Skortur þeirra á gamansemi kynni að
vera skýring á þeim örlögum. Á alvörutímum er einmitt sérstök þörf fyrir
gamansemi, eins og Árni Sigurjónsson víkur raunar að. f»ví gegna höfundar
eins og Tómas og Guðmundur þjóðfélagslegu hlutverki sem í sjálfu sér er
ástæðulaust að'kenna við „léttúð“, skáldskapur getur aldrei verið léttúð eins
þótt hann beri gamansamt yfirbragð. - Um fyrstu skáldsögu Guðmundar,
Brœðurna í Grashaga, hefur nýlega verið samin allrækileg ritgerð, sjá Erik
Sönderholm: „Upphaf Anno 1935“, Skírnir 1986, þar er einnig drepið á
þróunina í sagnagerð höfundar.
Guðmundur Daníelsson þótti sem sagt ekki nógu alvarlega hugsandi höf-
undur. En hann skrifaði strax af ærnum þrótti, þrítugur gaf hann út stóra
sögu sem festi hann í sessi, Á bökkum Bolafljóts: því verki gerbreytti hann