Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 55

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 55
andvari JAKOB JÓH. SMÁRI 53 Katrín Jónsdóttir hélt áfram stuðningi við fóstursoninn öll námsár hans. Taldi Jakob sig eiga fóstru sinni mikið að þakka, enda ber einkadóttir hans nafn hennar. Árið 1902 innritaðist Jakob í Lærða skólann í Reykjavík og brautskráðist þaðan 1908 með góðri einkunn. Hafði hann þó lesið síðustu bekkina utan- skóla, jafnhliða því sem hann var heimiliskennari hjá Skúla og Theodoru Thoroddsen á Bessastöðum. Til Kaupmannahafnar sigldi Jakob haustið 1908 og bjó á Garði til 1912. Við Kaupmannahafnarháskóla lagði hann stund á norræna málfræði og tók meistarapróf í henni 1914. Að námi loknum sneri hann heim til íslands og stundaði kennslu og blaðamennsku í Reykjavík næstu árin. Um þriggja ára skeið, frá ársbyrjun 1916 til ársloka 1918, var hann ritstjóri Landsins, en það var málgagn þess hluta Sjálfstæðisflokksins gamla sem nefndur var Þvers- um-menn. Árin 1918-1920 átti Smári ásamt föður sínum og Þórbergi Þórðar- syni sæti í orðabókarnefnd, til að vinna að undirbúningi íslensk- íslenskrar orðabókar. Árið 1920 varð Smári íslenskukennari Menntaskólans í Reykjavík og gegndi því embætti í fimmtán ár, til ársins 1936, er hann varð að láta af kennslu sakir heilsubrests. Smári naut vinsælda í kennarastarfi, og hafa nemendur hans látið falla lofsamleg orð um þennan gáfaða og Ijúfa fræðara sinn. Ásgeir Hjartarson sagnfræðingur kemst þannig að orði í grein um Smára sextugan (Tímarit Máls og menningar, 1949): Smári var skemmtilegur og góður kennari, enda ágætlega að sér í sinni grein, en svo mildur að hann átti örðugt með að finna að frammistöðu nokkurs nem- anda, og eflaust brugðust ýmsir við góðmennsku hans á annan hátt en skyldi. Enginn kennara minna í skólaer mér hugstæðari en hann; gáfur hans, einlægni og ljúfmennska munu mér lengi í föstu minni. Eins og fyrr segir var Smári ritstjóri stjórnmálablaðs um þriggja ára skeið, á síðustu árum baráttunnar fyrir fullveldi. Stóð hann þar í fylkingu þeirra sem hvað eindregnastar sjálfstæðiskröfur gerðu. Á stjórnmálavettvangi lögðu þó aðrir meira af mörkum til blaðsins en Smári, svo sem Björn Krist- jánsson og Bjarni Jónsson frá Vogi. En ritstjórinn skrifaði hins vegar mikið um menningarmál, þar á meðal fjölda ritdóma. Þá einkenndi það og Landið, hve mikið birtist þar af nýjum kvæðum, ekki síst eftir ung og upprennandi skáld og rithöfunda. Þarna birtust fyrstu ljóð Smára, flest eða öll undir dul- nefni. Meðal annarra ungra skálda sem áttu ljóð í blaðinu voru Freysteinn Gunnarsson, Guðmundur G. Hagalín, Jóhann Jónsson og Þórbergur Þórð- arson. En yngsta skáldið sem birti þar kvæði (13. apríl 1917) var „Snær svinni“, en það var dulnefni Halldórs Laxness sem þá var tæpra fimmtán ára. Meðal nýrra skálda sem Jakob Smári umgekkst á þessum árum var Stefán
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.