Andvari - 01.01.1990, Page 57
ANDVARI
JAKOBJÓH.SMÁRI
55
Eftir Smára liggur fjöldi greina og ritgerða í blöðum og tímaritum. Fjalla
þær um öll helstu hugðarefni hans, einkum bókmenntir og önnur menning-
armál, sálrækt og sálarrannsóknir. Úrval greina hans, Ofar dagsins önn,
kom út 1958. Útgefandi var Sálarrannsóknafélag íslands, en Smári starfaði
mikið í þeim félagsskap, flutti þar erindi og birti ritgerðir i tímaritinu
Morgni.
Allt frá árinu 1916 og fram yfir 1940 var Smári sískrifandi um bækur. Auk
blaða birtust ritdómar eftir hann í tímaritunum Eimreiðinni, Skírni, Iðunni,
Perlum og Morgni, og skipta nokkrum hundruðum. Ritdómar hans ein-
kenndust af samúðarfullum skilningi og einlægri leit að því sem hann taldi
höfundum til gildis. Pótti ýmsum hann helst til óspar á lofsyrði, einkum þeg-
ar ungir höfundar og óráðnir áttu í hlut. Vel kunni hann þó að orða aðfinnsl-
Ur og beita gagnrýni, einkum er hann brýndi hæfileikamenn til að vanda
vinnubrögð sín. Jafnan voru þó dómar hans orðaðir af þeirri hógværð sem
honum var lagin.
Um nokkurt skeið var Smári mikilvirkur þýðandi. Hann þýddi þrjú af
skáldritum Gunnars Gunnarssonar, sögurnar Fóstbræður og Örninn unga
(•okabindi Borgarættarinnar sem Gunnar felldi niður við endurprentun) og