Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 60

Andvari - 01.01.1990, Síða 60
58 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI En það er víst að þeir ljóðelskir íslendingar fara mikils á mis sem ganga fram hjá kvæðum hins sérstæða, hugþekka og ágæta skálds, sem tekist hefur flestum öðrum betur að gæða náttúruna litríku, töfrandi lífi. Þegar ljóðabók Smára, Handan storms og strauma, kom út, skrifaði Hall- dór Laxness eftirminnilega grein (m. a. prentuð í Af skáldum, 1972). Þar segir: En þótt kvæði einsog þessi láti ekki hátt í glaumi dagsins, þá mun það sannast að einmitt af þessum toga eru spunnir hinir eilífu hörputónar skáldskaparins, tónar hins fyrsta og síðasta ljóðs, það er rödd fegurðar og friðar, rödd göfugs manns, og hún mun halda áfram að hlj óma eftir að orkestur dagsins er þagnað. IV Þegar ég nálægt fermingaraldri gerðist lesandi bókmenntatímarita, einkum Iðunnar og Eimreiðarinnar, gat ekki hjá því farið að áberandi höfundar þar öðluðust sterk persónueinkenni í vitund minni. Einn tryggasti rithöfundur Eimreiðarinnar um langt skeið var Jakob Jóh. Smári. Ég efast um að ljóð hans hafi í fyrstu vakið verðskuldaða athygli mína, en ritgerðir hans sumar las ég af miklum áhuga. Minnist ég þar sérstaklega greinanna „Hugljómun“, „Hvernig ferðu að yrkja?“ og „Hugleiðingar um skáldskap“ (allar teknar upp í Ofar dagsins önn). Allar voru þær umhugsunarefni unglingi sem lifði í heimi skáldskapar og dreymdi um að geta tjáð hugsanir sínar í ljóði. Það mun ekki hafa verið fyrr en árið 1936, þegar Handan storms og strauma kom út, sem ég kynntist skáldskap Smára að ráði. Eindregin lofs- yrði Halldórs Laxness, í grein sem áður var vitnað til, áttu vafalaust sinn þátt í því. Persónuleg kynni mín af Jakobi Smára hófust ekki fyrr en um 1950, er hann var kominn um sextugt. Innan við fimmtugt hafði hann orðið að láta af kennslustörfum sem fyrr sagði, vegna alvarlegra veikinda, lömunar sem meðal annars gerði honum erfitt um mál. Andlegri heilbrigði sinni hélt hann á hinn bóginn óskertri, og gat verið smáglettinn og gamansamur þegar sá gállinn var á honum. Eftir nokkra byrjunarörðugleika reyndist mér ekki tor- velt að skilja hann, einkum á tveggja manna tali þar sem kyrrð ríkti. Drjúglöng rabbstund síðdegis virtist Jakobi Smára vel að skapi. Hófst sam- verutími okkar jafnan með sama hætti. Helga kona skáldsins kom hæglát og brosmild með sherryflösku og tvö staup, hellti í þau af varfærni, og sýnu minna í staup Smára. Sá skammtur entist honum vel þótt oftar en ekki togn- aði úr viðræðum okkar. Ég minnist þess að einn daginn fékk ég Smára til að rifja upp minningar frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.