Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 61

Andvari - 01.01.1990, Side 61
andvari JAKOB JÓH. SMÁRI 59 háskólaárunum í Kaupmannahöfn. Einkum fýsti mig að heyra sem flest um íslensk skáld og listamenn sem þá voru að brjóta sér braut í Danmörku. Ég vissi að Smári hafði verið góður vinur Gunnars Gunnarssonar og Jóhanns Sigurjónssonar, þekkt Jónas Guðlaugsson, Einar Jónsson myndhöggvara og fleiri. Fyrir þennan fund okkar hafði ég endurlesið lokabindi Fjallkirkju Gunn- ars, Hugleik, þar sem segir margt af íslendingum í Kaupmannahöfn. Vissi ég að Smári var þar ein sögupersónan undir nafninu Jósef Matthíasson, og þótti mér þar vera brugðið upp fallegri mynd af ljúfu og góðu skáldi og dálítið barnalegum öðlingsmanni. Smári kvaðst hafa kynnst Gunnari Gunnarssyni allvel á þessum árum og umgengist hann töluvert um skeið. Varð sá kunningsskapur til þess að fyrir hvatningarorð Gunnars þýddi Jakob þrjár bækur hans á íslensku svo sem fyrr er getið. Þótt Smári bæri Gunnari vel söguna var auðheyrt að hann var ekki fylli- lega sáttur við sumar þær myndir sem dregnar voru upp í Fjallkirkjunni af auðþekkjanlegum skáldum og listamönnum íslenskum. Minntist hann í því sambandi á þá Jónas Guðlaugsson (Davíð Jónmundsson) og Einar Jónsson (Pétur Bergsson) sem hlotið hefðu næsta ómjúka meðferð. Þegar talið barst að Jóhanni Sigurjónssyni var eins og Smári lifnaði allur við. Lagði hann sig fram um að finna nægilega sterk lofsyrði um þennan ógleymanlega persónuleika sem hann sagði að á góðri stund hefði verið hverjum manni andríkari og skemmtilegri. Smári sagði eitthvað á þessa leið: Mér fannst Jóhann hafa næmari smekk og skarpari skilning á skáldskap en aðrir menn sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Við ræddum oft um skáldskap, þar á meðal leikrit Jóhanns meðan þau voru í smíðum, einkum Fjalla-Ey- vind, en einnig drögin að Galdra-Lofti. Ég var nýlega farinn að yrkja á þeim árum s'em ég umgekkst Jóhann mest, og átti einhvern veginn auðveldara með að sýna honum kvæðatilraunir mínar en nokkrum öðrum manni. Mér fannst hann svo hreinskilinn og einlægur, hvort sem hann gerði athugasemd- ir eða lét falla hrósyrði. Og Jakob bætti við brosandi: - Hann las þessi ljóð mín svo vel að ég fór að halda að þetta væru nokkuð góð kvæði! Ég hef engan þekkt, sagði Srhári ennfremur, sem las kvæði jafnvel og af slíkri innlifun sem Jóhann Sigurjónsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.