Andvari - 01.01.1990, Síða 62
60
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
V
Það varð að ráði að ég tæki að mér á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs að
sjá um útgáfu fjórðu og síðustu ljóðabókar Jakobs Smára, Við djúpar lindir.
Samstarfið við hann um útgáfuna var ánægjulegt, og leiddi skömmu síðar til
þess að ég annaðist endurútgáfu fyrri ljóðabókanna þriggja sem allar voru
löngu uppseldar. Aldrei heyrði ég Smára leggja dóm á einstök kvæði sín, en
þó varð ég þess var að tiltekinn ljóðaflokkur í fyrsta safninu, Kaldavermsl-
um, stóð huga hans nærri. Þetta var Sonnettusveigur til íslands, fimmtán
sonnettur, samstæðar að efni og bundnar saman eftir afar ströngum reglum:
Síðasta Ijóðlína hverrar sonnettu varð upphafshending þeirrar næstu, en hin
fimmtánda og síðasta, meistarasonnettan, sem svo er kölluð, var mynduð úr
upphafshendingum allra hinna, og skyldi jafnframt fela í sér meginhugsun
ljóðaflokksins í heild sinni.
Þetta var mikil rímþraut, og þótt sonnetturnar hafi ekki allar lánast jafn-
vel er kvæðaflokkur þessi ótrúlega auðugur að ljóðrænni fegurð. Hann er
ástaróður til lands og heimahaga, og víða nýtur sín þar vel hin tæra náttúru-
kennd skáldsins. Yfir ljóðunum hvílir ró og mildi og hljóðlátur tregi.
An þess að Smári vissi fyrirfram lét ég sérprenta Sonnettusveiginn á valinn
pappír í nokkrum tölusettum eintökum og færði skáldinu. Verður mér
ógleymanlegt fallegt gleðibros Jakobs og heit þakkarorð fyrir þessa litlu
hugulsemi.
Þannig minnist ég Jakobs Jóhannessonar Smára. Þrátt fyrir heilsubrest
hvíldi löngum svipur tiginnar rósemdar og kyrrlátrar gleði yfir svip þessa
ljúfa skálds kliðhendunnar.