Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 64

Andvari - 01.01.1990, Síða 64
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR „Ein ásjóna verður að mörgum“ Um sögur Álfrúnar Gunnlaugsdóttur I Á síðastliðnum áratug hafa komið út þrjár bækur eftir Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur, smásagnasafnið Af manna völdum 1982, skáldsögurnar Þel 1984 og Hringsól 1987. Það kom þegar fram í fyrstu bók Álfrúnar, smásagnasafninu, að henni hentaði ekki hefðbundin frásagnaraðferð. í fyrstu sögunni er upp- hafið í raun niðurlag sögunnar, önnur sagan hefst eins og dæmigerð ferða- saga en síðan er minningum þýskrar stúlku varpað fram einni af annarri á svipaðan hátt og minningarnar reka hver aðra í skáldsögum Álfrúnar síðar meir. í fimmtu sögunni er nútíð og þátíð blandað saman margvíslega og í sjöundu sögu er frásögn af einu atviki aftur og aftur rofin með nánari upplýsingum um persónur sögunnar þannig að merking þessa eina atviks bæði víkkar og dýpkar. Svava Jakobsdóttir hefur í frægri grein, „Reynsla og raunveruleiki“, lýst mjög vel þeim vanda sem konur standa frammi fyrir þegar þær ætla að skrifa út frá eigin reynslu og hún heldur því fram að sá vandi verði ekki leystur nema með því að brjóta einhvern veginn upp hina hefðbundnu aðferð við að segja sögu.1 Þessa afstöðu til frásagnarhefðarinn- ar eiga konur reyndar sameiginlega með fjölmörgum karlkyns rithöfundum á þessari öld, einkum módernistunum svokölluðu. Thor Vilhjálmsson hefur t.d. skrifað margar sögur sem hvorki hafa hefðbundna persónusköpun né söguþráð. Vegna þeirra kynna sem Álfrún Gunnlaugsdóttir hefur haft af bókmennt- um á spænsku liggur einnig beint við að nefna suður-ameríska rithöfunda sem beita margir mjög óvenjulegri frásagnaraðferð í bókum sínum. Það hef- ur t.d. verið sagt um rithöfundinn Mario Vargas Llosa frá Perú að í sögum hans sé búið að afnema öll hefðbundin skil milli frásagnar og samtala, nútíð- ar og þátíðar, þess sem er að gerast og þess sem er liðið.2 Sjálf lýsir Álfrún afstöðu sinni til hinnar hefðbundnu frásagnaraðferðar mjög vel í upphafi ní- undu og síðustu smásögunnar í bókinni Af manna völdum: „Á öllum frá- sögnum er skipulag; ákveðin tengsl milli persóna og viss samræming í at- burðarás. Þessu er öðruvísi farið í lífinu. Minningarnar eru gloppóttar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.