Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 69

Andvari - 01.01.1990, Side 69
ANDVARI „EIN ÁSJÓNA VERÐUR AÐ MÖRGUM“ 67 Viðhorf kvenna skjóta upp kollinum leynt og ljóst. Þegar faðir sögumanns er að lýsa því hvernig hann vann sig með dugnaði upp úr eymd og fátækt segir: „Mamma hló að þessari sögu. Það hafði verið dekrað við föður minn. Móðir hans og systur höfðu unnið myrkranna á milli til að strákurinn gæti lært“ (bls. 47). Eins kemur fyrir að reynsla sögumanns frá því hann var barn, tengist reynslumóðurhans: „Húnvarbeitt órétti. Það varéglíka“ (bls. 80). Hringsól fjallar beinlínis um hlutskipti einnar konu, sem er að flestu leyti ósköp venjuleg. í lífi hennar hafa engin sérstök stórtíðindi orðið, mestan hluta ævinnar er hún meira að segja innan sömu veggja. Samt sem áður tekst höfundi að gera sögu hennar magnaða og áleitna, ef til vill ekki síst vegna þess að sagan er sögð innan frá, frá sjónarhóli konunnar, á hennar eigin for- sendum. Ýmsir sögulegir atburðir mynda baksviðið en birtast hér í nýju ljósi, undir nýju sjónarhorni. IV Stjórnmálaátök koma alltaf við sögu á einhvern hátt í bókum Álfrúnar. Ein- ræði fasismans á Spáni og baráttan gegn því eru áhrifamikill þáttur í reynslu Einars í skáldsögunni Þel. 1 Hringsól gegna minningar Daníels ekki síst því hlutverki að afhjúpa hvað raunverulega fólst í nasismanum sem Daníel hafði kallað „ævintýrið stóra sem var að gerast úti í heimi og fór yfir akra líkt og bjartur loginn . . .“ (bls. 162). Erlend herseta á íslandi kemur einnig við sögu í þeirri bók. Eitt atvik sem lýsir hrottalegri meðferð erlendu hermannanna á íslendingi sem vinnur fyrir þá, tengist beinlínis hlutskipti Boggu: „Bogga kreppti hnefana, kyngdi munnvatni og starði á bílstjórann. Ætlaði hann að láta fara svona með sig? — Runnið upp fyrir henni að þetta var íslendingur. Hann teygði sig í bílhurðina til að loka. í augum hans illska. Alveg logandi illska. En kunni að bíða. Mikilvægt að kunna að bíða. Það skildi Bogga seinna“ (bls. 289). Það er einnig athyglisvert hvernig hún skynjar fögnuð mannfjöldans í Reykjavík þegar stríðinu er lokið: „og sé þetta ekki glymj- andinn úr öllum þeim sem á undanförnum árum hafa ruðst yfir jörðina, troð- ið hana niður í svað, er heyrnin farin að bregðast manni. . .“ (bls. 83). í smásagnasafninu Af manna völdum er víða fjallað um það ofbeldi og ranglæti sem rekja má til stjórnarfars. Önnur smásagan greinir frá þýskri stúlku, Elfriede, sem á slíkar bernskuminningar frá stríðsárunum að hún vaknar hljóðandi á nóttunni. Það er önnur stúlka, sennilega íslensk, sem segir söguna. Frásögn hennar í fyrstu persónu kemur til skiptis við minningar þýsku stúlkunnar sem eru hins vegar raktar í þriðju persónu. Þannig er það ekki beint hún sem talar heldur er atburðunum lýst eins og hin stúlkan sér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.