Andvari - 01.01.1990, Page 74
72
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
ANDVARI
Boggu. Þá hefst tilfinningasnautt og lostafullt ástarsamband þeirra. Því er
lýst á bls. 111 að Sigurrós rekur Boggu út í búð, sennilega til þess að geta
verið ein í friði með Daníel: „Silkisloppurinn hennar alltof þröngur. Bogga
stendur andartak og hlustar. Þannig byrjaði togstreitan. Nema hún hafi byrj-
að löngu áður, leiddi síðan til hjónabands.“ Af þessum orðum má beinlínis
ráða að Bogga hafi valið að giftast Daníel til þess að ná sér niðri á Sigurrós.
Þótt sagan sé öll sögð frá sjónarhorni Boggu, afhjúpar hún um leið per-
sónu hennar og sýnir hvernig hún breytist úr lítilli, viðkvæmri stúlku í kald-
lynda konu. Daníel heldur því meira að segja fram að hún sé uppfull af hatri:
Þú varst uppfull af hatri og naust þess að kvelja mann, sagði Daníel úr
hornstólnum. - Var ekki hatur, ansaði ég. - Allt miklu flóknara“ (bls. 193).
Svava Jakobsdóttir hefur í mjög góðum ritdómi um bókina lýst sambandi
þeirra hjóna á eftirminnilegan hátt: „Þar hallast ekki á. Hið flókna er þegar
allt kemur til alls ekki hatur, heldur samspil, samsekt. Að láta smitast af hinu
illa“.3
VI
Sekt er tilfinning sem er ríkjandi í Þel. Hún tengist í fyrstu einkum sekt Ein-
ars gagnvart Yolöndu en um leið er sekt hans gagnvart Unu afhjúpuð. Sekt-
arkenndin tilheyrir þó í raun og veru ekki Einari eingöngu þótt lesandinn
glepjist í fyrstu til að halda það. Sektarkenndin er hluti af vitund sögumanns
og beinist ekki síður að hans eigin lífi þótt frásögn Einars eigi sinn þátt í að
vekja hana. „Á leiðinni heim til mín sagði ég við Einar að hann hefði komið
illa fram við Unu. - Má vera, sagði hann hugsi og kveikti í sígarettunni. Hef-
ur þú alltaf komið vel fram? Var hann að veiða mig? Ég skipti um umræðu-
efni. . (bls. 37).
Eitt sterkasta tákn sögunnar kemur fram þegar í upphafi, það er Kristur
með þyrnikórónu. Einar sér hann þannig fyrir sér: „Hann stígur fram úr
myrkrinu þegar ég er að sofna. En það sást aldrei nema höfuðið. Og þyrni-
kóróna. Blóð draup af enni. Ekki þó neinn þjáningarsvipur. Andlitið leystist
sundur og margfaldaðist. Ein ásjóna varð að mörgum“ (bls. 6). Þessi marg-
falda ásjóna hins þjáða er ekki aðeins táknræn fyrir Þel heldur allar bækur
Álfrúnar. Svava Jakobsdóttir komst mjög vel að orði þegar hún sagði um
Hringsól í áðurnefndum ritdómi að þar hefði Álfrún kortlagt illskuna.4 í
verknm sínum er Álfrún stöðugt að fjalla um þjáninguna, oftastnær þá þján-
ingu sem er af manna völdum. Smásagnasafnið Afmanna völdum hefur und-
irtitilinn „Tilbrigði um stef“ og þetta stef má greina í ýmsum myndum í verk-
um hennar. Sögur hennar fjalla um það hvernig mennirnir koma fram hver