Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 74

Andvari - 01.01.1990, Page 74
72 MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR ANDVARI Boggu. Þá hefst tilfinningasnautt og lostafullt ástarsamband þeirra. Því er lýst á bls. 111 að Sigurrós rekur Boggu út í búð, sennilega til þess að geta verið ein í friði með Daníel: „Silkisloppurinn hennar alltof þröngur. Bogga stendur andartak og hlustar. Þannig byrjaði togstreitan. Nema hún hafi byrj- að löngu áður, leiddi síðan til hjónabands.“ Af þessum orðum má beinlínis ráða að Bogga hafi valið að giftast Daníel til þess að ná sér niðri á Sigurrós. Þótt sagan sé öll sögð frá sjónarhorni Boggu, afhjúpar hún um leið per- sónu hennar og sýnir hvernig hún breytist úr lítilli, viðkvæmri stúlku í kald- lynda konu. Daníel heldur því meira að segja fram að hún sé uppfull af hatri: Þú varst uppfull af hatri og naust þess að kvelja mann, sagði Daníel úr hornstólnum. - Var ekki hatur, ansaði ég. - Allt miklu flóknara“ (bls. 193). Svava Jakobsdóttir hefur í mjög góðum ritdómi um bókina lýst sambandi þeirra hjóna á eftirminnilegan hátt: „Þar hallast ekki á. Hið flókna er þegar allt kemur til alls ekki hatur, heldur samspil, samsekt. Að láta smitast af hinu illa“.3 VI Sekt er tilfinning sem er ríkjandi í Þel. Hún tengist í fyrstu einkum sekt Ein- ars gagnvart Yolöndu en um leið er sekt hans gagnvart Unu afhjúpuð. Sekt- arkenndin tilheyrir þó í raun og veru ekki Einari eingöngu þótt lesandinn glepjist í fyrstu til að halda það. Sektarkenndin er hluti af vitund sögumanns og beinist ekki síður að hans eigin lífi þótt frásögn Einars eigi sinn þátt í að vekja hana. „Á leiðinni heim til mín sagði ég við Einar að hann hefði komið illa fram við Unu. - Má vera, sagði hann hugsi og kveikti í sígarettunni. Hef- ur þú alltaf komið vel fram? Var hann að veiða mig? Ég skipti um umræðu- efni. . (bls. 37). Eitt sterkasta tákn sögunnar kemur fram þegar í upphafi, það er Kristur með þyrnikórónu. Einar sér hann þannig fyrir sér: „Hann stígur fram úr myrkrinu þegar ég er að sofna. En það sást aldrei nema höfuðið. Og þyrni- kóróna. Blóð draup af enni. Ekki þó neinn þjáningarsvipur. Andlitið leystist sundur og margfaldaðist. Ein ásjóna varð að mörgum“ (bls. 6). Þessi marg- falda ásjóna hins þjáða er ekki aðeins táknræn fyrir Þel heldur allar bækur Álfrúnar. Svava Jakobsdóttir komst mjög vel að orði þegar hún sagði um Hringsól í áðurnefndum ritdómi að þar hefði Álfrún kortlagt illskuna.4 í verknm sínum er Álfrún stöðugt að fjalla um þjáninguna, oftastnær þá þján- ingu sem er af manna völdum. Smásagnasafnið Afmanna völdum hefur und- irtitilinn „Tilbrigði um stef“ og þetta stef má greina í ýmsum myndum í verk- um hennar. Sögur hennar fjalla um það hvernig mennirnir koma fram hver
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.