Andvari - 01.01.1990, Side 77
ANDVARI
„EIN ÁSJÓNA VERÐUR AÐ MÖRGUM '
75
hann ímyndaði sér“ (bls. 309). En hún kemur hvergi auga á hann, hún sér
hins vegar „nokkuð sem hún vildi ekki sjá“. Það er Daníel undir blaktandi
fána nasistaflokksins með steinrunnið andlit.
Það er alveg ljóst af sögunni að Knútur er sá sem Bogga elskaði. Hún leyf-
ir honum að velja hvort hann vilji kalla hana Boggu eða Ellu. Sjálfur er hann
alinn upp í litlu þorpi við sjó og hann velur að kalla hana Ellu eins og hún var
alltaf kölluð áður en hún kom í húsið. Fyrir kemur að hún ber þá saman:
„Knútur teygði sig yfir borðið og kom laust við handarbakið á henni, nokkuð
annað en þegar Daníel var að káfa . . .“ (bls. 271). Knútur hvetur hana til að
hrifsa til sín frelsið en hann býður henni ekkert öryggi hjá sér. Frelsi hennar
utan hússins er án hans, hann hverfur af landi brott og hún sér hann ekki
framar. Þannig er hamingja hennar ekki undir honum komin. Og ef til vill
undirstrikar síðasta minningin að sjálfa sig finnur hún ekki með því að sýna
Knúti hver hún er, hún finnur þá bara Daníel í staðinn fyrir Knút. Hún verð-
ur að fara aðra leið, sína eigin leið og finna þannig sjálfa sig.
Hér hefur verið fjallað um nokkur atriði í sögum Álfrúnar Gunnlaugs-
dóttur. Þær eru eins og allar góðar bókmenntir óþrjótandi uppspretta um-
hugsunar og umfjöllunar. Smásögurnar báru vott um listfengi og vandvirkni
höfundar og boðskapur þeirra var bæði alvarlegur og áríðandi. Þar var fjall-
að um kjör fólks bæði hér á landi og annars staðar í heiminum af skilningi og
samúð og um ábyrgð mannsins gagnvart meðbræðrum sínum. Ábyrgð
manns gagnvart sjálfum sér og öðrum er einnig tekin til meðferðar í skáld-
sögunni Þel sem er á margan hátt mjög vel skrifuð saga. Hringsól er þó sú
bók sem sýnir best hvað í höfundinum býr. Það er breið skáldsaga en þó
einkum saga konu sögð á nýjan hátt. Frá fyrstu bók var augljóst að Álfrún
hafði mjög gott vald á þeim aðferðum sem hún notaði í frásögn en í Hringsól
hefur hún náð meistaralegum tökum bæði á efni og formi. Hringsól er ein
athyglisverðasta skáldsagan sem komið hefur út á íslandi á þessum áratug og
hún ásamt fyrri bókunum tveimur staðfestir að Álfrún Gunnlaugsdóttir er
einn af okkar bestu rithöfundum.
1 Konur skrifa til heiðurs Önmi Sigurðardóttur, Reykjavík, Sögufélag 1980.
2 Jean Franco: An Introduction to spanish-american literature, Cambridge University Press
1969, bls. 341.
3 Ritdómur í Skírni vor 1988, bls. 187-195.
4 Skírnir vor 1988, bls. 189.