Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 92

Andvari - 01.01.1990, Page 92
90 JÓNAS KRISTJÁNSSON ANDVARI kvartar um að rannsóknirnar séu skammt á veg komnar, en segir síðan (Um íslendingasögur, bls. 8-9): „Þó má heita sannað um margar af hinum helstu sögum, svo sem Eglu, Eyrbyggju, Laxdælu o.fl., að þær geta ekki verið eldri en frá öndverðri 13. öld. Um aðrar má sanna að þær geta ekki verið eldri en frá síðari helming 13. aldar, t.d. Gunnlaugs saga ormstungu. Njála er eflaust ekki eldri en frá lok- um 13. aldar, og sumar sögur, t.d. Grettla, virðast vera frá öndverðri 14. öld. ... Merkilegt er það að flestar íslendingasögur eru til vor komnar í tiltölulega ungum handritum, frá aldamótum 1300 eða frá 14. öldinni, og varla nokkurt söguhandrit til sem sé eldra en 1250. Þetta bendir í þá átt að ekki hafi verið skrifað mikið af sögum fyrir 1200. Yfir höfuð að tala virðist mér líklegast að blómatími íslendingasagna sé á 13. öldinni, til þess tíma virðist mér allur blærinn á þessum sögum helst benda, orðfæri þeirra og framsetning.“ Björn fjallar ekki um sögurnar í aldursröð nema að litlu leyti, heldur flokkar hann þær eftir héruðum, en hann víkur að líklegum aldri hverrar sögu og miðar eina sögu við aðra. Mætti vitanlega skipa þeim í röð og aldurs- flokka samkvæmt því. Hann hafði ekki lokið að fjalla um allar þær sögur sem venjulega eru taldar til íslendingasagna þegar hann hætti fyrirlestrum sín- um. Síðasta sagan sem hann fjallar um er Flóamannasaga, og virðist fyrir- lesturinn falla niður í miðju kafi áður en hann kannar aldur sögunnar. Óum- fjallaðar eru nokkrar sögur frá Suður- og Vesturlandi: Kjalnesingasaga, Harðarsaga, Bárðarsaga Snæfellsáss, Víglundarsaga og Króka-Refssaga. Það að Björn lætur sögur þessar mæta afgangi sýnir að hann hefur talið þær mjög ungar, og slíkt hið sama gerir Sigurður Nordal; má því ætla að þeir hafi verið mjög svo sammála um aldur þessara fimm sagna. Björn tekur eigi held- ur með Grænlandssögurnar tvær, Eiríkssögu rauða og Grænlendingasögu, og bendir það til þess að hann hafi ekki talið þær með eiginlegum íslendinga- sögum. En þá fáum vér eigi heldur að vita hvað hann hefur haldið um aldur þeirra. IV Eftir Björn M. Ólsen hefur Sigurður Nordal mest mótað hugmyndir manna um aldur sagnanna. Hann gaf út fyrsta bindi íslenskra fornrita, Egils sögu, 1933, var lengi útgáfustjóri ritanna og markaði stefnuna. í formálum Forn- ritanna er leitast við að tímasetja hverja sögu, og má kalla að þeirri aldurs- greiningu beri að miklu leyti saman við greiningu Björns, þótt nokkrum sög- um hafi verið hnikað um set. Loks er svo kerfið fullmótað í ritgerð Sigurðar Nordals, Sagalitteraturen, sem birtist í ritsafninu Nordisk kultur 1952 og síð- ar í íslenskri þýðingu Árna Björnssonar 1968 með heitinu Um íslenskar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.