Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 98

Andvari - 01.01.1990, Síða 98
96 JÓNAS KRISTJÁNSSON ANDVARI glatað í sinni upphaflegu mynd, en vitneskju um það er einkum að fá hjá Snorra Sturlusyni í Heimskringlu. Undir lok 12. aldar rituðu tveir munkar á Þingeyrum, Oddur Snorrason og Gunnlaugur Leifsson, hvor sína sögu af Ólafi konungi Tryggvasyni. Saga Gunnlaugs er glötuð að mestu, en saga Odds er varðveitt í íslenskri þýðingu. Brot er til af sögu Ólafs helga í mjög gömlu handriti, frá fyrra hluta 13. aldar, og eru líkur til að sú saga hafi einnig verið samin seint á 12. öld. í þessari Elstu sögu Ólafs helga hafa verið mjög svo sjálfstæðar frásagnir af íslenskum mönnum svo sem Þormóði Kolbrúnarskáldi og Hjalta Skeggjasyni. - Ein- hverjar fleiri sögur frá grannlöndum kynnu að vera frá svipuðum tíma, lok- um 12. aldar, til að mynda Orkneyingasaga. Upphaf Sverrissögu var ritað að undirlagi konungsins um 1285, en sögunni síðan haldið fram til dauða hans 1202. Á fyrra hluta 13. aldar verða til mikil yfirlitsrit eða heildarrit um Noregs- konunga. Elst er talin Morkinskinna frá því um eða laust fyrir 1220, þá Fag- urskinna og loks Heimskringla Snorra Sturlusonar samin kringum 1230. í Morkinskinnu hafa frá öndverðu verið sjálfstæðir þættir um íslendinga líkt sem í Elstu sögu Ólafs helga, og öðrum íslendingaþáttum hefur síðar verið aukið inn í handritið sem varðveist hefur, en það er að minnsta kosti hálfri öld yngra en Frum-Morkinskinna, ritað seint á 13. öld. Víkjum þá að sögum um innlenda viðburði. Þorlákssaga hlýtur að vera samin eftir að Þorlákur var tekinn í tölu heilagra manna og eftir að jarteina- bók hans var lesin upp á Alþingi 1198. En ekki ætla menn að sagan sé miklu yngri, og er hún talin rituð um eða laust eftir 1200. Allar líkur virðast til þess að hún sé elst biskupasagna. í kjölfar hennar koma Hungurvaka og Páls- saga, líklega báðar eftir sama höfund, og hlýtur Pálssaga að vera færð í letur eftir dauða biskups 1211. Enn yngri eru svo aðrar biskupasögur. Elstar sagnanna í Sturlungusafninu eru taldar Þorgils saga og Hafliða, Sturlusaga, Guðmundar saga dýra og Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Guð- mundur dýri andaðist 1212 og Hrafn var tekinn af lífi 1213. Sögurnar segja frá dauða þeirra og hljóta því að vera yngri; Sigurður Nordal telur ýmis rök benda til þess að þær séu ekki samdar fyrr en eftir 1220. Þorgils saga og Haf- liða segir að vísu frá atburðum sem gerðust hundrað árum fyrr, um 1120, en þó hallast þeir Jón Jóhannesson og Sigurður Nordal að því að sagan sé rituð löngu eftir atburðina, jafnvel ekki fyrr en eftir 1237; í sögunni er sagt frá andláti Magnúsar biskups Gissurarsonar, en hann lést það ár. Nú hef ég talið það helsta sem með vissu má vita um aldur hinna elstu greina eða flokka íslenskra fornsagna. Elstar eru heilagra manna sögur, þá konungasögur, síðan biskupasögur og loks sögur um íslenska höfðingja, sög- urnar í Sturlungu. Af þessu yfirliti virðist mega ráða tvennt: (1) Sögur um helga menn fara á undan sögum um höfðingja þessa heims.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.