Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 101
andvari
VAR SNORRI STURLUSON UPPHAFSMAÐUR ÍSLENDINGASAGNA?
99
sína mjög seint á ævinni. Síðan tímasetja menn sögurnar eftir Sturlubók - og
þá eru þeir komnir í hring!
VIII
Með tilstyrk handrita höfum vér nú komið einni sögu, Egilssögu, aftur fyrir
miðja 12. öld, og þremur sögum til viðbótar aftur fyrir 1300: Laxdælu, Eyr-
^yggju og Njálu. Og með tilstyrk Sturlubókar höfum vér komið allmörgum
sögum aftur fyrir svo sem 1280. Þetta er gott svo langt sem það nær. En at-
hugum þá hvernig vér getum þjarmað að sögunum aftan frá, reynum þolrifin
í gömlu kenningunni, reynum að yngja þær sögur sem elstar hafa verið taldar
fram að þessu. Ræðum fyrst almennar líkur og ráðumst síðan til atlögu við
einstakar sögur.
Ég hef áður vikið að því að samkvæmt kerfi mínu um þróun bókmennt-
anna ættu fyrstu íslendingasögurnar ekki að vera ritaðar fyrr en svo sem á 4.
tug 13. aldar. Lítum á vitnisburð handritanna frá þessari hlið:
Lótt ekkert hinna elstu rita vorra sé til í eiginhandarriti höfundar, þá fer
saman að vissu marki aldur ritverka og aldur þeirra handrita sem geyma þau.
Því eldri ritverk, því eldri handrit. Lað má ráða af menningarlegum líkum að
heilagra manna sögur þýddar úr latínu hafi verið meðal fyrstu sagna sem
ritaðar voru á íslenska tungu: Úr þessum sögum var lesið fyrir söfnuðinn á
móðurmálinu á messudögum dýrlinganna. Og viti menn - til eru mörg brot
og jafnvel heilleg handrit heilagra manna sagna sem talin eru frá því um 1200
eða frá upphafi 13. aldar, eins og ég hef áður nefnt. Engin handrit eru til af
frumsömdum íslenskum eða norrænum sögum frá svo fornum tíma. Elstu
handrit slíkra sagna eru tvö sem venjulega eru talin frá um það bil 1225, það
eru handrit Ágrips af Noregskonungasögum og Ólafs sögu helga hinnar
elstu, en bæði þau ritverk eru einmitt mjög forn eða frá síðasta hluta 12.
aldar. Brot er til úr Heimskringluhandriti sem talið er ritað um 1260, aðeins
tveimur áratugum eftir dauða Snorra - og kannski þremur eftir að
Heimskringla var samin. Njála er, sem fyrr segir, til í þó nokkrum handritum
frá upphafi 14. aldar, og geta þau ekki verið mörgum áratugum yngri en
frumrit sögunnar. Pannig mætti lengi telja dæmi um það hversu aldur rit-
verka og handrita helst í hendur. Hitt er vitanlega einnig algengt að langt bil
sé á milli og að elstu handrit séu miklu yngri en ritverkið sjálft. En séu ís-
lendingasögur í raun og veru eins gamlar og talið hefur verið, þá er undar-
lega snautt um gömul handrit þeirra eins og Björn M. Ólsen benti á í fyrir-
lestrum sínum sem áður var til vitnað.
Samkvæmt hinni venjulegu tímasetningu eru 6 íslendingasögur ritaðar