Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 102

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 102
100 JÓNAS KRISTJÁNSSON ANDVARI um 1200-1230, 12 til viðbótar á tímanum 1230-80 og loks fimm sögur á 2-3 síðustu áratugum 13. aldar. Alls eru þetta þá 23 sögur sem eiga að vera ritað- ar fyrr og síðar á 13. öldinni. En lítum á handrit íslendingasagna frá sama tíma. Eins og ég gat um áður eru aðeins fimm sögur varðveittar í handritum frá 13. öld og upphafi hinnar 14., og öll handritin nema eitt eru meira að segja frá því seint á öldinni eða kringum aldamótin 1300. Ég rifja upp hverjar sögurnar eru: Egla, Laxdæla, Eyrbyggja, Heiðarvígasaga og Njála. Egla er ekki aðeins varðveitt í elsta handritinu, heldur býður hún og upp á flest handrit frá þessu tímabili við hliðina á Njálu. Ýmsar aðrar sögur hafa þó löngum verið taldar eldri en Egilssaga. Ein saga taldist áður örugglega tímasett um 1200, semsé Fóstbræðrasaga, en nú telst það vígi fallið. Annarri sögu hefur nýlega verið skipað til sama tíma, og skulum vér fyrst kanna hversu traust sú aldurssetning sé, áður en vér hugsum til að yngja alla þessa miklu bókmenntagrein. Eiríkssaga rauða og Grænlendingasaga gerast að miklu leyti á Grænlandi og Vínlandi, en flokkast þó með íslendingasögum samkvæmt efni og allri gerð, enda hafa þær verið teknar með þeim upp í söfn íslendingasagna. Þær segja báðar að miklu leyti frá sama fólki og sömu atburðum, en ber þó illa saman um sumt. Meðal annars telur Eiríkssaga að Leifur heppni Eiríksson hafi fundið Vínland hið góða, og síðan lætur sagan Þorfinn karlsefni og aðra fara að kanna land þetta og fleiri lönd í vesturheimi. En samkvæmt Græn- lendingasögu fann Bjarni Herjólfsson lönd þessi fyrstur manna, en Leifur kannaði þau og gaf þeim nöfn. Lengi töldu menn að frásögn Eiríkssögu, sem lætur Leif finna Vínland, væri trúverðugri, einkum vegna þess að sama segir í fleiri fornum heimild- um, meðal annars í sjálfri Heimskringlu. En árið 1956 birti Jón Jóhannesson ritgerð í Nordælu um aldur Grænlendingasögu og heldur því fram að frásögn hennar, þar sem Bjarni Herjólfsson er látin finna löndin, sé eldri og upp- runalegri. Hyggur Jón að sú kenning að Leifur hafi fundið Vínland sé komin úr Ólafssögu Tryggvasonar eftir Gunnlaug Leifsson munk á Þingeyrum, en höfundur Eiríkssögu styðjist að öðru leyti við Grænlendingasögu ritaða og breyti því sem honum gott þykir. En úr því að höfundur Grænlendingasögu notar ekki frásögn Gunnlaugs munks um Leif heppna, þá ályktar Jón að Grænlendingasaga hljóti að vera eldri en Ólafssaga Tryggvasonar eftir Gunnlaug. Samkvæmt þessu hefur Grænlendingasaga hlotið að vera rituð fyrir 1200. Því nefni ég þessa kenningu Jóns Jóhannessonar að þarna væri þá komin mjög forn íslendingasaga í stað Fóstbræðrasögu sem ég hef nú þokað til í tímanum. í kjölfar þessarar ritgerðar Jóns hefur vegur Bjarna Herjólfssonar vaxið að sama skapi sem Leifur heppni hefur lækkað í metum. Kemur það meðal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.