Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 104
102
JÓNAS KRISTJÁNSSON
ANDVARI
það jafnan í huga að ritarar ísl. sagna voru misjafnlega gefnir og gerðir, ekki
síður en aðrir rithöfundar, þó að sagnaritunin í heild sinni beri vott um vax-
andi tækni, sem sýnir að menn voru fúsir að læra hver af öðrum. En hins
vegar er þess að gæta að höfundur Heiðarv. s. er allt annað en bjáni eða
baglari, þó að honum fatist með köflum. Hann er í aðra röndina snillingur.
Það er ástæðulaust að halda að hann hefði ekki bæði viljað og kunnað að læra
af betur samsettum ritum, ef hann hefði átt kost á að lesa þau. Er skynsam-
legast að líta svo á að gallar sögunnar stafi af því að verið var að skapa nýja
tegund bókmennta, þar sem engin bein fyrirmynd var til. Hér var brautryðj-
andi að verki. Höfundar næstu sagna sem þekktu rit hans stóðu mun betur að
vígi. Þeir höfðu það bæði til eftirbreytni og viðvörunar. P>að er hægra að
styðja en reisa.“
En ef vér losum oss undan þeirri gefnu hugmynd að Heiðarvígasaga hljóti
að vera gömul, má vitanlega snúa þessari röksemd við og segja: í Heiðar-
vígasögu koma fram mörg listarbrögð hinnar íslensku sagnaritunar, þess
vegna getur hún ekki verið samin fyrr en sagnaritunin hafði öðlast nokkurn
þroska. Gallar sögunnar stafa af klaufaskap höfundar! Þróun sagnaritunar-
innar hefur áreiðanlega ekki verið bein og bugðulaus, og hér er aðeins um að
ræða nokkra áratugi til eða frá. Er Heiðarvígasaga fremur skrifuð um 1200
en til dæmis um 1220? Eða jafnvel eftir 1240? Bókmenntir heimsins væru
góðar í dag ef þær hefðu sífellt verið að batna allt frá dögum Hómers.
IX
Snúum oss þá aftur að þeirri sögunni sem varðveitt er (að hluta) í lang-
elsta handritinu, það er að segja Egilssögu. Hún er auk þess eina ís-
lendingasaga sem með miklum líkum hefur verið eignuð nafngreindum höf-
undi, sjálfum Snorra Sturlusyni, svo sem alkunnugt er. Eeir Björn M. Ólsen
og síðar Sigurður Nordal rökstuddu það manna best að Snorri væri höfundur
Eglu. Fjölmargar athuganir hafa verið gerðar á þessu fyrr og síðar, bæði
smáar og stórar, einkum með samanburði á Eglu og öðrum ritum sem Snorra
eru eignuð, Eddu og Heimskringlu, og má kalla að allt beri að sama brunni.
Sérstaklega má nefna stílrannsóknir Peters Hallbergs sem eru yfirgripsmikl-
ar og mjög sannfærandi. Þó munu alltaf finnast einhverjir efasemdamenn
sem ekki fást til að trúa því að bæði ritin séu eins manns verk, enda mætti
fyrri vera ef ekki væri munur á tveimur ritum eftir svo fjölhæfan og snjallan
höfund sem Snorra Sturluson. - Einhverjir hafa líka þóst finna mun á fyrra
og síðara hluta Eglu sem bendi til tveggja höfunda, en ekki getum vér sinnt
slíkum getgátum hér, enda nægir oss ef meginhluti sögunnar er verk Snorra.