Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 111

Andvari - 01.01.1990, Page 111
ANDVARI SKAPFERLI GRÍMS THOMSENS 109 Fleiri sjást þess merki að Grímur var að skríða úr híði, albúinn til baráttu að settu marki sem hann háði síðar af miklu harðfengi, að ná meistaraprófi og verða hlutgengur á víðari vettvangi en flestir landar hans. Hann leitaðist við að halda í fjárstyrk frá föður sínum að lokinni Garðvist, lofar þá að snúa sér að lögfræði, þótt honum sé allt annað í hug. Hann gaf út fyrstu ritgerð sína á danska tungu 1840, ádeilurit með nokkuð yfirlætislegri fyrirsögn: Et Bidrag til den nyere danske Litteratur (Framlag til nýdanskra bókmennta), en þó undir dulnefni. Nefna má að hann lætur gera af sér fyrstu myndina 1841. Grími er mikið í mun að sýna sig og vekja á sér athygli. Grími Thomsen var ekki gjarnt að fletta ofan af innstu hræringum hugar síns. Hann mun hafa verið dulur maður um eigin hagi nema ef til vill gagn- vart örfáum trúnaðarvinum, og mörgum var hann ráðgáta. Kvæði hans bera þessa ljósan vott. Aðeins örsjaldan velur hann eigin persónu sína til umfjöll- unar og alltaf undir rós. Langflest ljóða hans eru ort útaf sögum og sögnum frá fyrri öldum og úr ýmsum stöðum. Tilfinningasöm kenndakvæði í venju- legum skilningi er vart að finna hjá Grími. Samt hefur ýmsum fundist efnis- val hans og meðferð þess nálgast sjálfs hans sögu með óbeinum hætti, og er þá víst oftast bent á hið nafntogaða kvæði hans um Goðmund á Glæsivöllum, en reyndar ýmis fleiri. Sjaldan eru þetta þó annað en bendingar sem seint verða studdar óyggjandi rökum. Kvæði Gríms eru ort af kunnáttusemi og víðtækri þekkingu á fornum gildum skáldskapar. Hann var eins og Ólafur Haukur Benediktsson komst að orði að sögn Benedikts Gröndals, digtende Æsthetiker. Á æskuárum sínum í Kaupmannahöfn getur Grímur um þunglyndi sitt (ímyndunarveiki). Á eintaki því er hann gaf Jóni Hjaltalín síðar landlækni af Den nyfranske Poesi nefnir hann sig „hans hypochondriske Patient“ (þung- lyndissjúkling). Petta mun hafa verið 1843. Pað er athugandi í þessu sam- bandi að Jón Hjaltalín hafði lagt sérstaka stund á tauga- og geðlækningar. Nokkrum árum síðar notar Grímur um sjálfan sig sama orð, hypochondrisk, í bréfi sem hann ritar vini sínum Ludvig Bödtcher frá París 1847. Vera má að ekki þurfi að skilja þessa orðnotkun svo, að mikil alvara fylgi, og sé hér um að ræða tískufaraldur frá rómantísku öldinni, þegar skáldin ólu mikla heimshryggð í brjósti. Dularfullar línur í bréfi Porgríms, föður Gríms, til Finns Magnússonar, sem ritaðar eru eftir nokkurra mánaða dvöl Gríms í foreldrahúsum á Bessa- stöðum, kunna að benda í sömu átt. Gullsmiðurinn sendir bréfið með sömu ferð og Grímur fer utan-aftur, 4. mars 1844: „...ókunnugt er mér hversu vel hann er undirbúinn magisterconferensen, það má hann best vita sjálfur, eitthvað hefur hann af og til verið að lesa hér í vetur, og góða heilsu hefur hann hér haft, enn grunur minn er að hann sé
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.