Andvari - 01.01.1990, Page 112
110
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
ekki frí fyrir að vera hræddur við sjúkdóma því maðurinn er af náttúrunni
eingin kjempa, þessvegna teldi ég best væri, ef Grímur yrði sjúkur, þegar
hann á að fara að starfa og leggja nokkuð að sér, að hann þá fari upp á hospi-
tal, því það mundi valla verða eins dýrt eins og að kaupa lækningar og meðöl
heima...“.
Fyrsta frumorta ljóð sitt birti Grímur í Fjölni 1844. Nefnir hann það
Ólund. Giskað hefur verið á að kveikjan í kvæðinu sé voveiflegur dauðdagi
tveggja skólasveina frá Bessastöðum sem drukknuðu í Skerjafirði skömmu
eftir brottför Gríms til Kaupmannahafnar:
Háum helzt und öldum,
Hafs á botni köldum,
Vil eg lúin leggja bein,
Á hálu hvílast þangi
í hörðum sjávargangi,
Undir höfði unnarstein.
Er á sumri sunna
í svalra voðir unna
Vefur bjartra geisla glit,
Dimmum þá í draumi,
Djúpt í marar straumi
Fölur meðal fiska eg sit,
Og á dauðra drauga -
Döpru og brostnu auga -
Horfi’eg kaldan hrikaleik;
Eða’ eg stúrinn stari
Á stirðnuð, sem í mari,
Liðinna volkast líkin bleik.
Og þó enginn gráti
Yfir mínu láti,
Hvorki sveinn né svanni neinn,
Mun yfir mér þó dynja
Mar, og þungan stynja
Dökkur, bylgjubarinn steinn.
Guðrún, systir Gríms, lítur kvæðið frá sínu sjónarmiði. Við hann segir
hún svo í bréfi (21. febrúar 1845):
„Ekki hefurðu verið glaður þegar þú kvaðst þessa: Háum helzt und öld-
um-, eitthvað hefur þér verið þungt í skapi. Eg kann kvæðið og verður