Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 120

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 120
118 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARl Konráðs Gíslasonar við okurkarl einn sem ætlaði að hneppa Konráð í skuldafangelsi. Hótaði Grímur karlinum lífláti ef hann beitti Konráð harð- ræðum, heyktist hann þá. Ekki segir Gröndal frá þessu til að áfellast Grím, en varla hefur okraranum legið vel orð til hans. Lífsstaða Gríms Thomsens hefur að líkindum kennt honum að stilla skapsmuni sína. Lyndiseinkunnin hefur verið bæld en varla buguð. Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður greinir frá litlu atviki sem setið hefur í honum alla hans ævi, fundi þeirra Gríms Thomsens þegar Hannes var unglingur við sjóróðra á Álftanesi. (Endurminningar og hugleiðingar bls. 52-53): „... gekk ég að Bessastöðum og gerði boð fyrir húsbóndann, kvaðst eiga erindi við hann og vera sjómaður í Sviðholti. Kom þá Grímur fram í dyrnar nokkuð gneypur og glotti við tönn, þótti mér karl nokkuð svipharður og ekki góðmannlegur. Ég heilsaði honum, en hann tók lítt undir það og spurði nokkuð harkalega: „A! Hvað vill maðurinn? Vill hann selja grásleppu?“ Ég tjáði honum erindi mitt, að ég væri að reyna að komast dálítið niður í dönsku og ætlaði að biðja hann um að lána mér Konráðs orðabók nokkurn tíma. Þá ranghvolfdust allt í einu augun í karli, svo að hvítmataði í þau, um leið og hann virtist vöðla tungunni einhvern veginn svo undarlega í gómnum, og sagði allbyrstur: „Ég lána aldrei bækur. Þið sjómennirnir hafið annað að gera en að liggja í skruddum. Þið eigið að stunda sjóinn, en ekki vera að slæpast á aðra bæi í besta sjóveðri.“ (Þá var veður tekið að lygna). Og að því búnu skauzt hann inn, en ég þóttist lítt erindi feginn ...“ Svipaða sögu um kuldalegt viðmót Gríms segir Sigurður Jónsson í Görð- unum sem í æsku sinni var stundum ferjusveinn hans yfir Skerjafjörð. Ýmsir fleiri vitnisburðir finnast um Grím Thomsen frá mönnum sem hon- um kynntust og langt er frá að þeir séu allir á eina lund. Mjög lofsamlega er hans til að mynda getið í endurminningum nágranna hans, Erlends Björns- sonar á Breiðabólsstöðum, sem séra Jón Thorarensen færði í letur eftir frá- sögnum hans. Sú bók nefnist Sjósókn. Erlendur var að vaxa úr grasi þegar Grímur settist að á Bessastöðum eftir þrjátíu ára dvöl erlendis. Greinir hann talsvert frá heimilislífi á Bessastöðum á efri árum Gríms. Sem mörgum öðr- um verður Erlendi tíðrætt um dýravináttu hans og umhyggju fyrir málleys- ingjum.- Að sama efni víkur séra Einar Friðgeirsson á Borg á Mýrum í minningabrotum sem hann ritaði að honum látnum fyrir Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð, en séra Einar var vel kunnugur á Bessastöðum. Nálega eitt sér stendur vers nokkurt, ort um Grím á enska tungu. Handrit þess er í safni Jóns Sigurðssonar og með hans hendi. Hefur það verið talið eftir Þorleif Repp, en hann var enskumaður mestur íslendinga í Kaup- mannahöfn, fyndinn og meinyrtur. Ekki er ósennilegt að stef þetta sé ort um það leyti sem þeir Grímur elduðu grátt silfur út af fiskiveiðum Frakka við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.