Andvari - 01.01.1990, Síða 121
ANDVARI
SKAPFERLI GRÍMS THOMSENS
119
ísland 1856, árið áður en Þorleifur dó. Stef þetta nefnist Epitaph on a dist-
inguished Icelander (Grafskrift um göfugan íslending):
Here lies Grímur Thomsen, so solemn his wit
that’t was taken for earnest by those that were hit,
while his earnest words spoken with smiles and in brevity
passedfor jokes with his hearers because oftheir levity;
hence it came that his words were as riddles received
halfin joke, halfin earnest - and never believed.
(Hér hvílir Grímur Thomsen, svo hátíðlegt var spaug hans
að það var tekið alvarlega af þeim sem fyrir urðu,
en alvöruorð hans milduð brosi án málalenginga
töldu áheyrendur gamansemi sökum léttleikans.
Af þessu leiddi að orðum hans var tekið sem gátum,
að hálfu glens að hálfu alvara - og aldrei trúað).
í þessum línum er lýst, ekki græskulaust, lipurleika stjórnarerindrekans,
sem kann að haga orðum eftir því sem við á og klæða skoðanir sínar í sjöfalt
silki.
í bréfi 12. október 1860 leggur Grímur Thomsen vini sínum, Páli Melsteð
sagnfræðingi, nokkrar lífsreglur sem hann hefur vafalítið lært í hörðum skóla
dönsku utanríkisþjónustunnar:
„Aldrei að taka sér nærri hvað um mann er sagt; þeir Iifa lengst sem lengst
er hótað; og rotaður væri ég fyrir laungu ef hvert íllt orð, sem um mig hefur
verið sagt, væri, eða hefði verið steinn. í blaðaþrætu er eftir minni hyggju
best að svara ekki; því, þess minna sem um þvílík efni er skrifað, því fyrr
fyrnast þau og gleymast.“
Hér ritar maður sem tamið hafði og agað óstýriláta lund sína og kunni ráð
að gefa í þeim efnum.