Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 124

Andvari - 01.01.1990, Side 124
122 EINAR HEIMISSON ANDVARI þess er ugglaust sagan Píus páfi yfirgefur Vatíkanið, sem skrifuð var árið 1939 þegar Ólafur Jóhann bjó við mjög þröngan kost, vann fyrir sér með prófarkalestri, fékk lítið greitt fyrir og sinnti aðeins eigin ritsmíðum þegar tóm gafst frá því að lagfæra ritsmíðar annarra. Þetta er kreppusaga. Aðal- söguhetjan er kötturinn Píus páfi og er hann nokkurs konar holdgervingur aðstæðnanna. í útliti og hegðan kattarins sýnir skáldið breytta tíma, hann er núna úfinn og horaður, ekki lengur bústinn og sællegur, kreppan hefur skoll- ið á af fullum þunga. Sagan er að formi í anda leikrits, þetta er myndrænt drama, nánast eins og kvikmynd þar sem glyrnur kattarins, aðalpersónunn- ar, eru upptökulinsurnar. Brjálsemin, sem fátækt, hungur og atvinnuleysi leiða yfir fólk, er sýnd í þeim verknaði að hengja köttinn á snúrustag fyrir meintan þjófnað á ostbita. Svo frumleg er fléttan í þessari sögu, svo óvenju- leg eru efnistökin að það eitt ætti að nægja til að greypa hana í minni lesand- ans. En líkast til er það þó lokamynd sögunnar, sem flestum líður seinast úr minni, mynd smástúlku, sem syrgir köttinn sinn, klassísk lýsing á smælingja, sem engin áhrif hefur á framvindu mála í kringum sig: Gunna litla er algjör þolandi og grátur hennar, sem flýtur út í einmánaðarrökkrið „eins og til- breytingarlaust viðlag“ er einungis „eitt stef í veruleikans tregaþungu söng- list“. Skáldið skilur þarna lesandann eftir í þurrabúðareldhúsi andspænis smástúlku, sem grætur og hjarta hennar slær heitum slögum og andlit hennar er ekki lengur andlit bernsku heldur „ásjóna ævagamallar þjáningar“. Það er einkenni á verkum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar að smælingjar hans eru algjörir smælingjar og mæta örlögum sínum ekki með ofurmannlegu æðruleysi eða hálfkæringi í anda Jóns Hreggviðssonar. Hið sígilda minni í smásögum, frásögn einsemdarmannsins, á sér einnig fulltrúa í verkum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Sagan Höndin er ein þeirra, lýsing á samskiptum tveggja einmana manneskja, tónskálds og aldraðrar konu. Þetta er einnig knöpp saga og tilfinningar fólksins eru sjaldnast settar í orð. Þetta er rökkursaga, hún gerist í myrkri um jólaleyti og lyktir hennar eru sveipaðar hulu í samræmi við það. Ólafur Jóhann Sigurðsson kunni afar vel að tefla fram andstæðum, stund- um því illa og því góða, stundum því veika og því sterka. Oft var það fögur náttúra, sem Ólafur notaði sem andstæðu hins illa í lífi mannfólksins, en í sögunni Kvistir í altarinu er það ástin, sem berst vonlausri baráttu við eymd- ina, sem drepur allt: fatlaður maður missir konuna, sem hann elskar. Og ein minnisstæðasta saga Ólafs Jóhanns er sagan Kross og stríð, lýsing á lífi van- gefins drengs og móður hans. Þarna beitir skáldið því, sem kallast mætti list- ræn einföldun og nefnist á þýsku „kúnstlische Vereinfachung“. Stíllinn er neikvæður og speglar almennt orðfar fólks um vangefinn dreng, talað er um „fáráðling“, sem enginn skilur nema móðir hans. Þetta er stríðssaga, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.