Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 126

Andvari - 01.01.1990, Síða 126
124 EINAR HEIMISSON ANDVARI Smásögur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar eiga sér allar fléttu og margar harla óvæntan endi. Þetta eru sögur en ekki myndir. Eða með öðrum orðum: þær eru dæmi um hið klassíska smásöguform. Þarna er löng saga sögð í fáum orðum og list hins ósagða jafnframt haldin í heiðri. Þarna stendur tíðum hluti fyrir heild, persónur Ólafs deila örlögum með ótalmörgum öðrum. Sögurnar eru ótrúlega fjölbreyttar og ólíkar, höfundur er jafnvígur á sveitalýsingar og borgarlýsingar, þetta er handbragð þess, sem þekkir margt, hefur komið víða og getur þess vegna horft á það sama frá mismunandi sjónarhornum. Sögurnar eru hvassar, jafnvel grimmar, þar er ekkert dregið undan: Ólafur Jóhann taldi það ekki kost á verkum sínum að boðskapur þeirra væri falinn. Fáir lýsa fegurð náttúru og lista af meiri þrótti og fáir lýsa jafnframt full- komnum ljótleika, hjálparleysi og vonleysi þjáningarinnar á eins beinskeytt- an hátt. Hann var skáld andstæðnanna en einungis vegna þess að honum þótti heimurinn vera heimur andstæðnanna. Ungur gerði hann sér far um að hafa hönd á sem flestu, þreifa á slagæð mannlífsins, hann neyddist til að vinna mjög fjölbreytta vinnu, fór víða, menntaði sig sjálfur. Fyrir honum voru bókmenntirnar og þjóðfélagið tvíeyki, sem ekki varð klofið í sundur: ef þjóðfélagið var grimmt átti það vitaskuld einnig að vera grimmt í skáld- skapnum, annað væri fölsun. Hann var húmanisti, lagði mælistiku mann- legra gilda einatt til grundvallar verkum sínum og lífsviðhorfum og það þýddi tíðum verulegan mótbyr samtímans. Smásögur hans voru sagðar „til- komulitlar“, „undarlega út í hött“ og „koma lesandanum nauðalítið við“ þegar þær komu fyrst út. Árið 1946 var mat opinberra aðila á verkum hans með þeim hætti að skáldastyrkur hans var lækkaður um helming. Smásöguformið hefur löngum verið vanmetið bókmenntaform á íslandi. íslendingar hafa löngum verið ljóðelskir og metið skáldsögur sínar mikils en smásögur hafa einatt staðið í skugga þeirra eins og lakara, metnaðarlausara bókmenntaform. Ólafur Jóhann Sigurðsson helgaði smásagnaritun fyrri hluta rithöfundarferils síns og vann að því frekar en flestir aðrir íslenskir höf- undar að skapa henni sess í íslenskum bókmenntum. Þetta tókst honum. Smásögur hans hafa öðlast klassískt gildi. Á tímum þegar íslensk tunga virð- ist eiga á hættu að tapa blæbrigðum sínum, glata litum sínum eru verk Ólafs Jóhanns góður sjóður. Hann var orðmargur rithöfundur, lagði mikið upp úr tónlist málsins og því var ekki að undra að Snorri Hjartarson kæmist eitt sinn svo að orði að Ólafi yrði „allt að ljóði“. Ólafur Jóhann Sigurðsson var afar kröfuharður til sjálfs sín og kvaðst sjaldan vera ánægður með eigin verk. Hann hafði þó á orði að hann væri helst sáttur við nokkrar smásagna sinna. Ólafur gerði stöðugt meiri kröfur til uppruna tungumálsins og þegar hann las smásögur sínar yfir fyrir endurút- gáfu um fjörutíu árum síðar gerði hann á þeim nokkrar málsfarsbreytingar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.