Andvari - 01.01.1990, Side 135
DAVÍÐ ERLINGSSON
Við hvað leitumst við?
Tvö greinarkorn um viðhorf, annars vegar í íslenzku
Ijóði, hins vegar í útlendri bókaumsögn
Böl og bjartsýni Sigfúsar Daðasonar
1. Lestur
Sigfús Daðason skáld ræðir í Ijóði um bjartsýni með viðhorfi þess sem veit,
að veröldin er ekki reist á rökum; trúir því ekki sem hann fær ekki vitað, að
veröldin hljóti að vera reist á rökum. Af því leiðir varúð við bjartsýni, við
þessar aðstæður er hún heimska. Annað mál er, hvort varúð við bjartsýni er
sama sem bölsýni. Sú glöggskyggni að gera sér grein fyrir því, að veröldin sé
ekki reist á rökum (eða verði ekki séð að vera það nema gegnum sjónhimnu
trúar á eitthvað sem ekki sést né skilst) leiðir til þess að ekki blasir við nema
ekkert, og það er manni óþolandi. Pað er böl, því að það er kvöl; svo hefur
löngum reynzt. Skáldið mælir:
Bjartsýnin vefst núfyrir mér eins og bögglað roð
eins og skorpið og skrœlnað roð
á síðkvöldum og snemma nætur...
Alltjent megum við vita: að bjartsýnisafglaparnir eru vorkunnar verðir,
og þó afglapar séufá þeir sjálfir að súpa seyðið afóvizku sinni;
blindan stoðar þá aðeins um sinn,
árátta sjálfsblekkingarinnar býr þeim
eyðilegan nœturstað.
Pví að ótíðindin skella á þeim að lokum, ótíðindin
sem endanleg niðurstaða: slys og ósigur,
svívirðan, auðmýkingin og hneykslið mikla.
Ritkorn þessi urðu ekki til til þess að verða samferða, en höfundur þeirra hyggur að ef ein-
hverjum hugulum lesanda fari líkt og sér að standa spyrjandi: hví stritast menn og berjast við
hugsun og við ritverk um veröld sína og sig í henni, þá kunni þeim lesanda líka að þykja vel
ícirið, að þessir tveir lestrar - og lestrar verða samkvæmt eðli sínu að eins konar ófullkomnu
samtali - fái að eiga samleið, því að samur er vandinn.