Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 141

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 141
andvari VIÐ HVAÐ LEITUMST VIÐ? 139 Verkefni Júditar Cook í ritlingnum gegn því að setja vatnsveitur undir einkarekstur ætti að hafa verið auðveldara viðfangs, því að það er brezkt fólk sem sjálft mun í náinni framtíð verða að þola afleiðingarnar. Það sem þeir áttu verður frá þeim tekið, og þeir munu greiða hærri reikninga til þess að ala á peningum sínum hlutafjáreigendur sem ekkert hafa til unnið. Enn einu sinni er þetta rangt, alveg greinilega: „Þetta eru klækir svo stórfelldir að manni fatast að ná andanum“. En hví á ég að hafa áhyggjur af þessum framtíðarþegnum, mætti aulaþegn dagsins í dag andæfa, og það jafnvel þótt ég geti sjálfur orðið á meðal þeirra? Sú persóna, ég, er til núna, 1989, og á þess kost að hagnast á hlutabréfunum. Persóna mín 1999 er ekki til ennþá. Ef ég vissi fyrir víst að ég yrði rotaður með blýpípu 15. janúar (Birtingardagur greinarinnar 14. jan. 1990. -innskot þýð.) á því ári, þá yrði mér að vísu ónotalega við. Ef til vill gæfi ég jafnvel á stundinni peninga í átakið „Stærri hjálm á hvers manns höfuð“. En annars, án slíkrar fastrar vitneskju er þessi ég framtíðarinnar bara einhver óljós per- sóna, ekki þess virði að hafast neitt að vegna hennar ... ekki fremur en vegna vesalings Kínverjanna í Hong Kong núna. Spurningin er um það að ná hluttekningu manna, samúðarskilningnum, og víkka hann út. Sjónvarp hefur frábæra hæfileika til þess, og Chomsky hef- ur lengi haft það sér að vettvangi að leiða fram og sýna með hverjum hætti ríkisstjórnir og þau viðskiptaveldi sem tengjast flestum sjónvarpsveldum eru ákaflega varhugul við að gæta þess að fátt sé frammi haft af myndefni sem kynni að stríða gegn því almenningsáliti eða almenna samkomulagi sem þeim er hagstætt á hverjum tíma. í samstarfi með Edward Herman, prófess- or í viðskiptaskóla, tekst honum einstaklega vel að sýna á hvern hátt fyrir- tækin búa sér til tækilega sérfræðinga, þegar venjulegum sérfræðingum - einföldum háskólamönnum sem hafa notað til þess æviskeið að rannsaka einhver sérstök svið þekkingar - er ekki treystandi til að láta vera að benda á óþægilega hluti. Bezta lausnin fyrir höfund umræðuritlings er sú að sýna fólki hve gaman það er að gera gott. Kathleen Meyer hefur tekið sér efni, sem vel mætti virð- ast ómögulegt, en í meðferð þess sýnir hún hverju sannur meistari fær til leiðar komið. Þegar í upphafi afvopnar hún okkur: „Margar vertíðir við far- arstjórn stórborgafólks ofan eftir hvítum (jökul-?)fljótum hafa bæði skerpt ferleik minn í húksetu og sannfært mig um að ég var ekki ein á klaufabekkn- um.“ Síðan sýnir hún, hve mikið gaman hún hefur af hinni réttu utanhússað- ferð: „Albezta stundin til þess að eiga eintal við náttúruna ... er meðan maður situr í ró og friði. “ Það eru jafnvel til sérstök gleðiefni fyrir konur: Stoltið af því að komast að öruggri aðferð til að halda vætunni frá skónum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.