Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 143
andvari
VIÐ HVAÐ LEITUMST VIÐ?
141
menntafræði, stílfræði, fjölmiðlafræði og margvíslegra annarra greina
mannlegra og félagslegra fræða.
Mál mitt hér er speglun og viðbragð við grein Bodanis, sem er speglun og
viðbragð við ritunum fjórum, sem eru sjálf viðbrögð og speglanir í x-ta lið -
og veraldarbótabasl, en það eru þessi rit vitanlega öll. Þýðingin á grein Bod-
anis og þessi eftirmáli við hana eru líka speglun og viðbragð. Það er einmitt
vegna hinnar mikilvægu og miðlægu uppistöðu sem mér virðist að grein Bod-
anis hljóti að vera vel fallin til lestrar og umræðu fyrir nemendur t.d. í hvers
konar fjölmiðlun, en þýðingin og þessi eftirmáli eru rituð til þess að benda á
það, um leið og vikið er að fáeinum atriðum varðandi byggingu og merking-
arbyggingu greinarinnar.
Margrætt er á þessum misserum um „engilsaxneska múgmenningarflóð-
ið“ og þá ógnun sem í því felst fyrir fámennisþjóð, sem vill fá að búa sér til og
eiga veröld sína á sínu eigin máli. Miðlunarbyltingin margrædda er líka að
breyta öllum aðstæðum lífsins á mjög róttækan hátt og með miklum hraða,
og hún hefur þegar komið ólitlu til leiðar, sjálfsagt bæði til góðs og ills. Óhjá-
kvæmilega fylgja henni síaukin fjölþjóðleg samskipti, sem ógerningur er að
loka sig inni fyrir. Menn þurfa á því að halda að kunna erlend tungumál og
vera „heima“ í menningu annarra; það er lífsnauðsyn. Því virðist mér sjálf-
sagt að frumtextinn fái einnig að birtast hér með, handa íslenzkum lesendum
að átta sig á þeirri speglun sem verður í þýðingartilrauninni. - Það eru gömul
og ný kenningarsannindi að slíkur flutningur milli hugarheima ólíkra tungu-
mála sé ógerningur; samt á hann sér stað. - Það er líka mörgu orði sannara,
að varla mun vera til betri staður til skilnings á eigin menningu en á sjónar-
hóli sem er nokkuð langt frá henni. Sízt er múgmenningarflóðið ástæða til að
forðast nýtilega hluti úr engilsaxneskri menningu, og það að hjálpa íslenzku
fólki til að íhuga vandlega sem flest af því sem gott er í hefðum og hugsunar-
hætti útlendra hlýtur einmitt að styrkja íslenzka menningu og viðbúnað
hennar.
Aðferð Bodanis við að skrifa bókafregnina er fullrar athygli verð og til
fyrirmyndar. Hvernig væri að glíma hér á þennan hátt í blöðunum við ein-
hvern part af „jólabókaflóðinu“ og spara með því mikið fé og þjóðinni leið-
indi? Meira þykir mér þó til þess koma, hvernig bókafregnin verður líka al-
menn umræða um vanda höfundanna, sem er vandi okkar allra.
Að síðustu fáein orð til viðbótar um byggingu greinarinnar. Skrýtlan í
upphafi segir eiginlega að forsenda vellíðunar sé að hlusta ekki á vanda-
málaraus. Sem undanfari tjáir hún í hnotskurn sterka vantrú eða svartsýni
Bodanis á það að alvarlegir og röksamlegir fortöluritlingar nái tilgangi sín-
um, slíkir aulabárðar sem við erum, mannfólkið. Skoðun hans um tvær, ef
ekki þrjár fyrstu bækurnar er undir þessu formerki: Það þýðir ekki að hrópa