Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 9

Andvari - 01.01.1997, Page 9
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 7 undir grundvallaratriði kenningar hennar. Alls konar kukl og sveimhygli, undir merkjum austrænnar speki og einnig spíritisma, svokallaðra sálar- rannsókna, hefur átt hér fylgi að fagna og virðist mönnum ekki skotaskuld að samræma slíkt kristindómnum í huga sér. Hafa sumir kirkjunnar menn tekið undir það og jafnvel verið þar forgöngumenn. Má sjá glöggan vott þess í bók sem séra Jón Auðuns, dómkirkjuprestur um langt skeið og áhrifamikill kennimaður, skrifaði um líf sitt og lífsviðhorf, en þar hafnar hann ýmsum grundvallaratriðum kirkjutrúarinnar. Nú á dögum er talin lausn á flestum vanda að láta markaðsöflin um hann. Þeirra kenninga er farið að gæta hér, meir að segja þegar litið er til grundvallarþjónustu samfélagsins við þegnana, þar sem er grunnmenntun og heilbrigðisþjónusta. Trúarlífið hefur verið „markaðsvætt“ eins og allt annað. Hefðbundin trúarbrögð, eins og kristindómur, í búningi hinnar ev- angelísku lúthersku þjóðkirkju, verða að „keppa“ við aðrar trúarhreyfing- ar. Kristnin verður að heyja stríð um sálir nútímafólks, bæði við hin vold- ugu öfl veraldarhyggjunnar og samtök sem bjóða aðrar andlegar lausnir, ódýra og auðvelda fullnægju trúarþarfar. Jafnframt er römm einstaklings- hyggja og sjálfumgleði mikið einkenni okkar tíma, en hún birtist í því að menn vilja ekki láta neinn benda sér á hvað gott er og heillavænlegt, það er talin hin versta forræðishyggja, jafnvel kúgun. Hins gæta menn ekki að uppblásin sjálfshyggja og þægindafíkn er einmitt kjörið skotmark fyrir slynga sölumenn efnislegra og andlegra gæða, - það er undur auðvelt að breyta einstaklingnum í hópsál sem „kaupir“ bara það sama og náunginn. Hvernig á þjóðkirkjan, sem lifir fyrir það að flytja samtíðinni boðskap sem hún telur sálarheill manna undir komna, að bregðast við þessu? Hefur hún á síðustu áratugum sýnt og sannað að hún sé þess megnug að veita fólki andlegt skjól, styrk og leiðsögn í ráðvilltum heimi? Þetta er vert að hugleiða af fullri alvöru í aðdraganda kristindómsafmælis, en svörin við því hafa verið misjöfn og oft beint harðri gagnrýni að kirkjunni, - líka þegar aðstæður hennar hefðu átt að vera betri en nú á dögum. A afmælisári kristnitökunnar verða liðnir sex áratugir síðan helsti menn- ingarfrömuður þjóðarinnar flutti heimspekileg erindi í Ríkisútvarpinu sem þá hafði starfað tæpan áratug. Þetta var Sigurður Nordal og erindaflokkur- inn sem hér um ræðir Líf og dauði, sex erindi flutt á útmánuðum 1940 við mikinn áhuga almennings svo að vart hafa þess háttar hugleiðingar náð betur til þjóðarinnar í annan tíma. Sigurður kom víða við í erindunum en meginviðfangsefnið var spurningin um líf að loknu þessu, og niðurstaða fyrirlesarans sú að menn gætu lifað jarðlífinu af meiri fyllingu ef þeir gerðu ráð fyrir öðru lífi sem möguleika. Þessa hugsun setti hann fram með skáld- legum hætti í lokaerindinu, en það var dæmisagan fræga, Ferðin sem aldrei var farin. Hún er líka í góðu samræmi við rótgrónar hugmyndir lands-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.