Andvari - 01.01.1997, Síða 9
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
7
undir grundvallaratriði kenningar hennar. Alls konar kukl og sveimhygli,
undir merkjum austrænnar speki og einnig spíritisma, svokallaðra sálar-
rannsókna, hefur átt hér fylgi að fagna og virðist mönnum ekki skotaskuld
að samræma slíkt kristindómnum í huga sér. Hafa sumir kirkjunnar menn
tekið undir það og jafnvel verið þar forgöngumenn. Má sjá glöggan vott
þess í bók sem séra Jón Auðuns, dómkirkjuprestur um langt skeið og
áhrifamikill kennimaður, skrifaði um líf sitt og lífsviðhorf, en þar hafnar
hann ýmsum grundvallaratriðum kirkjutrúarinnar.
Nú á dögum er talin lausn á flestum vanda að láta markaðsöflin um
hann. Þeirra kenninga er farið að gæta hér, meir að segja þegar litið er til
grundvallarþjónustu samfélagsins við þegnana, þar sem er grunnmenntun
og heilbrigðisþjónusta. Trúarlífið hefur verið „markaðsvætt“ eins og allt
annað. Hefðbundin trúarbrögð, eins og kristindómur, í búningi hinnar ev-
angelísku lúthersku þjóðkirkju, verða að „keppa“ við aðrar trúarhreyfing-
ar. Kristnin verður að heyja stríð um sálir nútímafólks, bæði við hin vold-
ugu öfl veraldarhyggjunnar og samtök sem bjóða aðrar andlegar lausnir,
ódýra og auðvelda fullnægju trúarþarfar. Jafnframt er römm einstaklings-
hyggja og sjálfumgleði mikið einkenni okkar tíma, en hún birtist í því að
menn vilja ekki láta neinn benda sér á hvað gott er og heillavænlegt, það er
talin hin versta forræðishyggja, jafnvel kúgun. Hins gæta menn ekki að
uppblásin sjálfshyggja og þægindafíkn er einmitt kjörið skotmark fyrir
slynga sölumenn efnislegra og andlegra gæða, - það er undur auðvelt að
breyta einstaklingnum í hópsál sem „kaupir“ bara það sama og náunginn.
Hvernig á þjóðkirkjan, sem lifir fyrir það að flytja samtíðinni boðskap
sem hún telur sálarheill manna undir komna, að bregðast við þessu? Hefur
hún á síðustu áratugum sýnt og sannað að hún sé þess megnug að veita
fólki andlegt skjól, styrk og leiðsögn í ráðvilltum heimi? Þetta er vert að
hugleiða af fullri alvöru í aðdraganda kristindómsafmælis, en svörin við því
hafa verið misjöfn og oft beint harðri gagnrýni að kirkjunni, - líka þegar
aðstæður hennar hefðu átt að vera betri en nú á dögum.
A afmælisári kristnitökunnar verða liðnir sex áratugir síðan helsti menn-
ingarfrömuður þjóðarinnar flutti heimspekileg erindi í Ríkisútvarpinu sem
þá hafði starfað tæpan áratug. Þetta var Sigurður Nordal og erindaflokkur-
inn sem hér um ræðir Líf og dauði, sex erindi flutt á útmánuðum 1940 við
mikinn áhuga almennings svo að vart hafa þess háttar hugleiðingar náð
betur til þjóðarinnar í annan tíma. Sigurður kom víða við í erindunum en
meginviðfangsefnið var spurningin um líf að loknu þessu, og niðurstaða
fyrirlesarans sú að menn gætu lifað jarðlífinu af meiri fyllingu ef þeir gerðu
ráð fyrir öðru lífi sem möguleika. Þessa hugsun setti hann fram með skáld-
legum hætti í lokaerindinu, en það var dæmisagan fræga, Ferðin sem aldrei
var farin. Hún er líka í góðu samræmi við rótgrónar hugmyndir lands-